fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Lady Gaga opnar sig um kynferðislegt ofbeldi sem hún varð fyrir

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 11. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Lady Gaga var aðeins nítján ára gömul lenti hún í kynferðislegu ofbeldi sem hefur enn þann dag í dag gríðarleg áhrif á líf hennar. Söngkonan, sem er orðin þrjátíu og tveggja ára gömul, opnar sig sjaldan um einkalíf sitt en nú segist hún ekki vilja fela sig lengur.

Gaga viðurkennir í viðtali við Vogue að henni hafi liðið hræðilega á hverjum einasta degi síðan ofbeldið átti sér stað.

„Það vissi engin annar af þessu. Það var nánast eins og ég hefði reynt að eyða þessu úr heilanum mínum. Og loksins þegar þetta kom út þá var þetta eins og stórt, ljótt skrímsli. Þú verður að horfast í augu við skrímsli til þess að ná bata. Fyrir mér, með mína andlegu heilsubresti þá leið mér eins og hálf baráttan hafi verið í upphafi. Mér leið eins og ég væri að ljúga að heiminum af því að ég upplifði svo mikinn sársauka sem enginn vissi af. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að stíga fram og segja frá því að ég sé með áfallastreituröskun, því ég vil ekki fela mig lengur – ekki meira heldur en ég þarf nú þegar að gera.“

Á erfitt með andardrátt og grætur alla daga

Gaga útskýrir hvernig líðan hennar sé á hverjum degi líkt og hún sé stanslaust á leið niður stóra brekku í rússíbana.

„Óttinn sem maður finnur í maganum. Ég á erfitt með að anda og allur líkami minn fer í krampa. Svo byrja ég að gráta. Þannig er líf fórnarlamba sem lent hafa í áföllum á hverjum degi, og það er… ömurlegt.“

Söngkonan hefur lengi glímt við vefjagigt og hefur opnað sig um það hvernig veikindi hennar hafa haft gríðarleg áhrif á sýningar hennar og frama. Hún hefur einnig viðurkennt það að hún verði pirruð þegar fólk trúi því ekki að vefjagigt sé raunveruleg

„Ég verð svo pirruð þegar fólk sem glímir ekki við vefjagigt, trúir því ekki að hún sé raunveruleg. Hjá mér og líklega mörgum öðrum þá er þetta tilkomið vegna kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun, áfalls og kvíðaröskun. Allt þetta setur taugakerfið á ofkeyrslu og þá fær maður taugaverki. Fólk þarf að sýna meiri skilning. Langvarandi verkir eru ekkert grín. Á hverjum degi þá vaknar maður upp og veit ekki hvernig manni á eftir að líða þann daginn.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.