fbpx
Bleikt

Fyrirsætur með fötlun gengu tískupallana á New York Fashion Week – Tískuiðnaðurinn loksins að breikka sjóndeildarhringinn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 11. september 2018 13:00

Hönnuðurinn Mindy Scheiers tók þátt í New York Fashion Week með sýningu þar sem allar fyrirsæturnar voru fólk með einhverskonar fötlun.

Myndir: Kevin Hagan

Árið 2014 bað sonur Mindy, Oscar Scheier, móður sína um að hanna fyrir sig buxur sem væru í tísku og sem hann gæti passað í. Oscar þjáist af sjaldgæfum vöðvarýrnunarsjúkdómi sem gerir það að verkum að hann hefur alltaf átt erfitt með að finna sér föt sem passa.

„Það virkilega opnaði augu mín fyrir þörfinni á sérhönnuðum fötum, ekki bara fyrir son minn heldur líka milljónir manna um allan heim með einhverskonar fötlun,“ segir Mindy um það hvernig samtökin Runway Of Dreams varð til.

Samtökin byggja á þeim grunni að hanna föt fyrir allt mannfólk, sama hvernig líkamsvöxtur þeirra er. Metro greindi frá því að samtökin hanna, senda og styðja við það að breiða boðskap fatalínu sem aðlagast líkamanum.

Um þrjátíu fyrirsætur með mismunandi fötlun gengu á tískusýningunni í fötum sem eru sérstaklega hönnuð til þess að aðlagast líkama fólks með mismunandi fötlun. Fötin voru meðal annars frá hönnuðum Target, Tommy Hilfiger og Nike.

Runway of Dreams er eitt merki þess að tískuiðnaðurinn er loksins að breikka sjóndeildarhringinn og einblínir ekki lengur einungis á hávaxið, hvítt og grannt fólk eins og hefur verið gert svo lengi. Fyrirsæturnar sem tóku þátt í New York tískusýningunni voru um 40% lituð á meðan árið 2015 var litað fólk einungis 21% þátttakenda. Einnig hafa fleiri og fleiri transfyrirsætur skrifað undir samninga við stór tískufyrirtæki að undanförnu.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli