fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Ketó mozzarella brauð að hætti Hönnu Þóru

Fagurkerar
Mánudaginn 10. september 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hef ég verið á ketó/low carb matarræði í nánast mánuð og maður lifandi hvað ég finn mikinn mun á sjálfri mér bæði líkamlega og andlega.
Enginn útblásinn magi lengur, engir magaverkir, jafnari orka yfir daginn og ég almennt bara hressari.

Ég hef verið að prófa mig áfam með alls kyns uppskriftir undanfarið og langaði að deila með ykkur þessu mozzarella ólífubrauði sem ég bjó til um daginn.

Uppskriftin er einföld og afskaplega fljótleg og auðvelt er að toppa brauðið á annan hátt t.d. með sólþurrkuðum tómötum, kryddum eða ostum.

1 poki rifinn mozzarella
2 msk beikon smurostur (eða annað bragð ef vill en passa að hann sé ekki léttsmurostur ef þið eruð á ketó eða low carb matarræði)
1 tsk salt

1 tsk lyftiduft

1 egg

2 msk möndlumjöl

Ólífur að eigin vali

Parmesan ostur

Oreganó krydd

Byrjum á því að taka skál sem má fara í örbylgjuofn og látum allan ostinn ofaní hana ásamt smurostinum, saltinu, lyftiduftinu og möndumjölinu.
Hitum þessa blöndu í 60 sek – hrærum aðeins og athugum hvort osturinn er bráðnaður, bætum við 15 sek þar til osturinn er alveg bráðnaður og hægt er að hræra í gott deig.
Bætum egginu útí og hrærum vel.

IMG_20180826_101715

Setjum deigið á bökunarpappír og mótum það og röðum ólífum og kryddum með oreganó og parmesan.

Bökum brauðið á blæstri við 180 gráður í 10-15 mín þar til fallega gyllt og ilmurinn orðinn ómótstæðilegur.
IMG_20180826_105359
Ég var með klettasalat toppað með extra virgin ólífuolíu, nýmöluðum svörtum pipar, parmesan og fetaosti með brauðinu og Parma skinku sem var frábær blanda í léttan og góðan hádegisverð.

Snapchat-458107385

Færslan er skrifuð af Hönnu Þóru og birtist upphaflega á Fagurkerar.is 
Hægt er að fylgjast með Hönnu á Snapchat: hannsythora

Fagurkerar
Fagurkerar.is er ein af stærstu bloggsíðum landsins og samanstendur af þeim Hönnu Þóru, Hrönn, Siggu Lenu, Tinnu, Anítu Estívu og Þóreyju. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera miklir fagurkerar á mismunandi sviðum.
Við leggjum okkur fram við að vera fræðandi, skemmtilegar og persónulegar. Einnig leggjum við áherslu á það að sýna lífið eins og það er í raun og veru.

www.fagurkerar.is

Þið finnið okkur á Snapchat, Instagram og Facebook undir : Fagurkerar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.