fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Hætti að raka líkamshárin fyrir ári síðan og deilir ferlinu á Instagram

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 9. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umkringd myndum af fullkomlega mjúkum og hárlausum konum þegar hún var einungis tólf ára gömul hóf Sonia að bera magn líkamshára sinna við annað fólk.

Óöryggi hennar óx og fljótlega var Sonia Cytrowska farin að eyða þremur klukkutímum á viku í það að raka sig. En það stöðvaði ekki óánægju hennar á líkama sínum.

Ákvað að hætta að raka líkamshárin

Á síðasta ári fékk Sonia nóg og ákvað að hætta að raka sig og hætta að bera sig saman við aðrar konur. Hún áttaði sig á því að ástæðan fyrir því að hún rakaði af sér líkamshárin var vegna pressu í samfélaginu en ekki til þess að gleðja hana.

Fljótlega fór hár Soniu að vaxa aftur og í staðin fyrir að hafa áhyggjur af því hversu mikið líkamshár hún hafði þá ákvað hún að fagna því. Hún tók því ákvörðun um að deila ferli sínu á Instagram í þeirri von um að hvetja aðrar konur til þess saman.

„Ég var að skoða aðra reikninga sem fjölluðu um líkamshár á jákvæðan hátt og ég fann að mér fannst betra að byrja líf mitt með líkamshárum með stuðningi frá öðru fólki. Ég hef verið að raka á mér hárin síðan ég var tólf ára gömul og mér hefur alltaf liðið illa vegna þess að aðrar stelpur höfðu ekki jafn mikil líkamshár og ég. Ég byrjaði með Instagram reikning minn þegar ég var ennþá óörugg og vildi finna aðrar konur sem vissu hvernig ér leið og karlmenn sem fylltust ekki ógeði vegna náttúrulegs útlits míns,“ segir Sonia um herferð sína sem Metro greindi frá.

Sonia segir að eiginmaður hennar hafi fyrst ekki verið hrifin af hugmyndinni en eftir að þau ræddu saman og hún sagði honum hversu mikilvægt það væri fyrir hana að hætta að raka sig þá hafi hann stutt hana.

Erfitt að líða vel fyrir framan aðra

„Það erfiðasta við þetta var að sætta sjálfa mig við þetta og að líða vel fyrir fyrir framan aðra, jafnvel þótt það sé hvíslað og starað á mig. Það var erfitt að átta sig á því að fólk getur hafnað manni ef þeim líst ekki á útlit manns. Líkamshár eru mjög taboo í mínu samfélagi. Þegar ég er heima með eiginmanni mínum eða vinum þá líður mér vel og er örugg. Þar á ég auðvelt með að vera ég sjálf en það er ennþá erfitt fyrir mig að hitta nýtt fólk. Suma daga þá er mér alveg sama hvað fólki finnst um líkamshár mín vegna þess að ég elska náttúrulegt útlit mitt og ég trúi því að hver kona eigi að hafa val. Ég ákvað að raka mig ekki af því að mér finnst ég falleg og það er mjög þægilegt að þurfa ekki að gera það. En auðvitað koma dagar þar sem ég velti því fyrir mér af hverju ég er að berjast við alla þessa fegurðar staðla á þrjóskunni.

Sonia segist vona að með því að deila myndum af líkamshárum sínum þá muni hún hvetja aðrar konur til þess að fagna líkama sínum eins og hann er. Mitt ráð er að ef þú ert hrædd um að missa vin eða maka útaf líkama þínum, veltu því þá fyrir þér hvort þú viljir hafa það fólk í lífi þínu sem þú þarft að þykjast vera einhver annar en þú ert fyrir framan. Þessi hugsun hjálpaði mér í upphafi herferðar minnar, #bodyhairmovement.

Instagram reikningur Soniu er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.