fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Hugrún fæddi andvana barn í ofbeldissambandi: „Ef ég slepp lifandi út úr þessu þá fer ég“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. september 2018 13:28

Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel mig hafa verið heppna að lifa þetta af. Einu sinni var dóttir okkar sofandi inni í herbergi en á meðan sat hann ofan á mér, með hnén á handleggjunum á mér og barði hausnum á mér ítrekað í gólfið. Andlitið dofnaði upp, ég fann ekki tilfinningu í hálfu andlitinu eftir höggin og ég var með blóðnasir,“ segir kona að nafni Hugrún er hún lýsir skelfilegu heimilisofbeldi sem hún losnaði úr eftir sjö ára samband.

Hugrún segir sögu sína í nýrri þáttaröð á Rás 1, Kverkatak. Ofbeldið var stigmagnandi og eingöngu andlegt fyrst. „Í fyrsta skiptið sem við vorum ósammála þá bakkaði ég með mína skoðun svo hann gæti haft rétt fyrir sér. Þetta sló tóninn. Dálítill ágreiningur varð sífellt algengari og hann þurfti sífellt að vinna. Ég lét í minni pokann. Hann hafði átt erfiða ævi og ég var haldin ólæknandi þörf til að passa upp á hinn aðilann.“

Hugrún segir að kúgunin hafi þróast jafnt og þétt, án þess hún gerði sér grein fyrir því. „Þetta byrjar svo óljóst. Það er farið yfir mörkin manns, lítið í einu. Ég var ekki vön öðru sem barn og unglingur en að fólk væri gott og heiðarlegt og því var auðvelt að fara yfir mörkin hjá mér og smám saman þurrkuðust þau út.“

Hugrún segist ekki hafa rift sambandinu fyrr en hún var orðin hrædd um lífs sitt: „Ég hef alltaf verið föst í því að það þurfi að leysa vandamálin, tala saman – þetta tók sjö ár.“

Hún segir að líkamlegt ofbeldi hafi hafist eftir tvö ár. Hún var þá ófrísk. Ofbeldið virtist magnast þegar hún var ófrísk og í viðtölum við sérfræðinga í þættinum kemur fram að oft hefjist líkamlegt ofbeldi eða færist í aukana á meðgöngu. Virðist ofbeldismaðurinn þá ekki þola að hugur konunnar snýst um fóstrið en ekki hann.

„Maður fann alltaf fyrir óróleika stuttu áður, spenna í loftinu sem varð óbærileg. Ég átti að haga mér á ákveðinn hátt sem ég vissi aldrei hver var, það var síbreytilegt, einhvern veginn tókst mér alltaf að gera eitthvað vitlaust því reglurnar breyttust allaf, síðan endaði það alltaf með sprengingu,“ segir Hugrún.

Sonur Hugrúnar fæddist andvana en ekki er hægt að fullyrða um hvort ofbeldi á meðgöngu var um að kenna eða ekki. Hugrún varð ófrísk aftur og beitti maðurinn hana ofbeldi á meðgöngunni. Þau eignuðust stúlku. Það var árið 2003 sem ofangreint atvik átti sér stað, er eiginmaður Hugrúnar misþyrmdi henni hrottalega á meðan dóttir þeirra var sofandi.

„Ég hugsaði: Ef ég slepp lifandi út úr þessu þá fer ég. Ef ég dey þá er hún eftir ein með honum.“

Maðurinn starfaði sem flugþjónn og er hann var í næstu ferð flutti Hugrún inn til vinkonu sinnar, með dóttur sinni, var þar í eina viku, uns hún fór til foreldra sinna norður í land og batt enda á ofbeldissambandið.

Þáttinn má hlýða á hér.

Nánari upplýsingar um heimilisofbeldi og þjónustu Kvennaathvarfsins við þolendur er að finna hér.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.