fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Stefanía segir forréttindi að fá að alast upp úti á landi

Vynir.is
Föstudaginn 7. september 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hugsa oft til þess hvað ég er heppin að hafa fengið að alast upp úti á landi. Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að það sé slæmt að alast upp í borginni. Ég er einfaldlega að fara að segja ykkur frá mínu sjónarhorni af því að alast upp úti á landi.

Ég er fædd og uppalin á Reyðarfirði, litlum bæ austur á fjörðum þar sem allir þekktu alla. Eftir að ég varð eldri fékk ég oft spurninguna frá vinkonum mínum „leiddist þér aldrei?“ eða „var þetta ekki leiðinlegt að hafa svona lítið að gera“? Svarið er stutt og mjög einfalt nei mér leiddist ekki, og nei ég hafði sko alls ekki lítið að gera.

Að alast upp í litlum bæ.

Þegar ég barn var Reyðarfjörður ekki stór bær. Álverið var ekki komið og íbúafjöldi var töluvert undir þúsund. Þetta gerði það meðal annars það að verkum að allir þekktu alla. Ég er svo heppin að eiga stóra fjölskyldu í móðurætt sem bjó að mestum hluta hér í bænum þar á meðal móðuramma mín og afi. Það var því alltaf rosalega stutt í einhvern sem maður þekkti ef að eitthvað kom fyrir eða manni vantaði aðstoð. Ég tel að þessu hafi fylgt ákveðið frelsi. Í mínum huga bjuggum við út í „sveit“ þar sem að við værum mun öruggari heldur en þeir sem bjuggu í stórum bæjum eða borgum.

Það voru forréttindi í mínum huga að fá að alast upp í svona litlu samfélagi. Auðvitað hafði það líka ókosti líka eins og allt annað og sá stærsti voru kannski sögusagnir. Það þurfti ekki mikið að ganga á til þess að allskonar sögur væru farnar á ljóshraða um bæjarfélagið. Fæstir létu það samt trufla sig og ef sögurnar voru rangar tók ekki langan tíma að leiðrétta þær. Við krakkarnir höfðum líka alltaf nóg að gera. Hér í kring um mig var ótrúleg náttúra með leyndum stöðum til að leika sér á. Við gátum skokkað upp á kletta fyrir ofan Reyðarfjörð þar sem margir áttu sinn leynistað. Við gátum farið í fjöruferð, fjallgöngur, ævintýraferð og svo margt fleira. Leiksvæðin voru nokkur í bænum með tilheyrandi leiktækjum og svo áttum við ekki í vandræðum með að finna okkur einhverja leiki til að fara í eða þessháttar.

Loftmynd af Reyðarfirði. Mynd/austurland.is

Eftirminnilegt atvik.

Ég var ekki há í loftinu þegar ég fékk að fara á hlaupahjólinu mínu ein út í búð sem var í næstu götu. Ég gleymi aldrei hvað mér fannst ég vera fullorðin á þessu augnabliki. Ég man alltaf sérstaklega eftir einni af þessum búðarferðum. Þá var ég á leiðinni heim á hlaupahjólinu þegar að ég missi stjórn á því og steyptist fram fyrir mig. Ég var með hjálm og slapp því ótrúlega vel, en fékk stóran skurð á hnéð sem blæddi töluvert úr ásamt því að vera mjög brugðið. Þar sem ég ligg á gangstéttinni hágrátandi stoppar hjá mér hvítur sendiferðabíll. Út úr bílnum stígur maður sem ég vissi ekki hvað héti en mundi eftir að hafa oft séð hann á ferð í bænum. Hann kemur til mín, huggar mig, setur hlaupahjólið upp í bíl og heldur svo á mér og setur mig í farþegasætið og keyrir af stað heim til mín. Þegar heim er komið heldur hann á mér inn og útskýrir fyrir mömmu hvað hafði gerst. Eftir á fór ég mikið að hugsa um þetta atvik. Ég nefndi aldrei nafn eða heimilisfang maðurinn vissi einfaldlega hver ég var út af þessu litla samfélagi okkar.

Þakklæti.

Í dag er ég þakklát fyrir uppeldið sem ég fékk hérna á Reyðarfirði. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað nándina sem að ég fann fyrir í þessu litla samfélagi. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið úti að leika mér í þeirri guðdómlegu náttúru sem var í kring um mig. Ég er þakklát fyrir tækifærin sem að ég fékk til þess að alast upp sem ég sjálf á mínum hraða. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp út á landi.

Færslan er skrifuð af Stefaníu Hrund og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.