fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Þrjú orð sem þú skalt hætta að nota ef þú vilt ná góðri heilsu

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 6. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft hefur verið talað um það að til þess að ná góðri heilsu þá þurfum við að koma huga okkar á réttan stað. Hugsa vel um okkur sjálf og losa okkur við stress og áhyggjur. Þegar við höfum komist á þann stað í huganum þá komi svefninn okkar, mataræðið, hreyfing og andleg heilsa náttúrulega og án áreynslu.

En til þess að koma huga okkar á réttan stað skiptir máli að tala fallega um sjálfan sig. Gott er að velta því fyrir sér hvaða orð við notum reglulega um okkur sjálf í daglegu lífi. Popsugar tók saman þrjú orð/setningar sem gott er að athuga hvort við séum að nota reglulega og ef svo er að eyða þeim úr talsmáta okkar.

Get ekki: Setningin „ég get ekki“ lamar hugsun okkar. „Ég get ekki borðað þetta. Ég get ekki gert þetta. Ég get ekki eldað. Ég get ekki farið á æfingu.“ Þetta lokar huga okkar fyrir því sem við raunverulega GETUM gert. Getur þú ímyndað þér hversu miklu þú gætir áorkað ef þú myndir hætta að takmarka þig með orðunum „ég get ekki“ og einblínt eingöngu á það sem þú getur gert?

En: Afsökunar orðið „en.“ Það er tími til þess að losa sig við þetta, en… Þú getur byrjað setningu á einhverju jákvæðu og skellt svo inn orðinu „en“ og þannig grafið undan setningunni. „Ég var ótrúlega dugleg í ræktinni í upp hafi vikunnar, EN svo svaf ég yfir mig fimmtudaginn og missti af æfingu.“ Það skiptir engu máli, þú ert samt að standa þig vel. Ekki leyfa orðinu „en“ að taka frá þér árangurinn og jákvæðnina. Ef þú ert líka vön/vanur að taka á móti hrósi með því að hafna því. Hættu því þá, það er eins.

Aldrei: Orðið aldrei takmarkar þig. Það eyðileggur drauma þína. „Ég verð aldrei nógu góð. Ég mun aldrei geta hlaupið í maraþoninu. Ég mun aldrei verða hamingjusöm.“ Orðið aldrei er óraunverulegt og þjónar engum jákvæðum tilgangi. Meira að segja þegar þú notar orðið „aldrei“ á jákvæðan hátt, þá getur það haft neikvæð áhrif. „Ég mun aldrei drekka gos aftur,“ og svo þegar þú færð þér eitt gosglas þá rífur þú þig niður fyrir það. Orða tiltækið „aldrei að segja aldrei“ er gott og gilt. Orð sem er svo varanlegt, óendanlegt og neikvætt á ekki að eiga stað í huga þínum.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.