fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

16 ráð til þess að halda góðu skipulagi í náminu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 6. september 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar haustið er gengið í garð eru margir sem eru að byrja aftur í skólanum eftir sumarfrí eða jafnvel eftir nokkurra ára pásu frá námi. Tíminn þegar námsefnið fer að hlaðast upp, bókunum sem þarf að lesa fer að fjölga og tíminn til þess að gera allt virðist styttast getur valdið kvíða hjá mörgum.

Þá er gott að vera vel skipulagður frá upphafi til þess að verða ekki eftir á í náminu og auka á álagið. Með því að vera búinn að undirbúa þig vel minnkar stressið og áhyggjurnar og þú getur notið námsins betur. Hér eru því nokkur góð ráð til þess að skipuleggja sig vel fyrir komandi skólaár:

 • Passaðu þig strax á því að eiga allt það sem þú þarft að nota og skipulegðu það vel. Pennar, blýantar, strokleður, reglustikur og stílabækur. Ekki gleyma neinu sem þú gætir þurft að nota og vertu með það á góðum stað þar sem þú veist hvar það er.

 

 • Skiptu verkefnunum þínum niður eftir áföngum og settu þau í mismunandi litaðar möppur. Ef þú ákveður strax hvaða lit þú ætlar að hafa fyrir hvert fag þá mun það hjálpa þér að rugla ekki saman verkefnum og glósum sem getur gert það að verkum að óskipulag myndast.

 • Merktu allar möppur vel og hafðu allt í sömu röð. Ef þú ákveður að hafa glósurnar fremst, verkefnin næst og prófin síðast, hafðu það þá þannig í öllum fögum.

 

 • Hafðu hlutina alltaf á sama stað í töskunni þinni. Ekki láta þá flakka á milli hólfa, það lætur þig eyða tíma í því að leita að hlutunum og getur gert það að verkum að þú gleymir einhverju.

 

 • Þegar þú glósar í tíma passaðu þig þá á því að hafa þær einfaldar og áhrifaríkar svo þú munir vel hvað verið var að fjalla um þegar þú ferð yfir efnið seinna. Notaðu lykilorð og stuttar setningar til þess að minna þig á það sem verið var að fjalla um í tímanum. Hlustaðu á það sem kennarinn er að segja og skrifaðu það niður í þínum eigin orðum í staðin fyrir að skrifa upp nákvæmlega það sem hann segir. Að skrifa hlutina niður í þínum eigin orðum hjálpar þér að læra, skilja og muna efnið betur.

 

 • Í lok hvers dags skalt þú henda öllu því sem þú þarft ekki að nota lengur. En passaðu þig þó á því að henda ekki gömlum verkefnum eða glósum sem þú gætir þurft að nota í lokaprófunum fyrr en þau eru búin.

 

 • Hafðu skólatöskuna þína alltaf tilbúna kvöldið áður. Það sparar þér tíma og skipulag morguninn eftir.

 • Ákveddu í hverju þú ætlar að vera um kvöldið og gerðu nestið þitt tilbúið ef þú ert vön/vanur að borða nesti.

 

 • Ef það er eitthvað sérstakt sem þú þarft að muna eftir skrifaðu það þá á minnismiða og hafðu hann einhvers staðar sem þú munt ekki gleyma honum morguninn eftir. Til dæmis á baðherbergisspegilinn. Ef það er einhver hlutur sem þú þarft að taka með þér settu hann þá ofan á skóna sem þú ætlar að fara í daginn eftir.

 

 • Kauptu þér góða dagbók og notaðu hana. Skrifaðu niður alla þá fundi, hittinga, heimavinnu og hvað sem þú þarft að muna niður í dagbókina. Það er líka mjög gott að nota mismunandi liti á milli mismunandi verkefna.

 • Skrifaðu alltaf niður öll verkefni sem þú þarft að skila í dagbókina þína og mundu eftir því að skoða hverja viku alltaf vel svo þú gleymir engu sem þú þarft að gera.

 

 • Reyndu að byrja á hlutum áður en þú þarft þess. Um leið og þú veist hvað verkefnið sem þú átt að skila eftir viku er um, byrjaðu þá á því. Ekki geyma það fram á síðustu stundu.

 

 • Hafðu hreint í kringum vinnusvæði þitt. Ef þú ert með þitt eigið skrifborð passaðu þá að það sé vel skipulagt, hreint og tilbúið til notkunar þegar þú þarft þess.

 

 • Gerðu áætlun og fylgdu henni. Það getur verið gott að skrifa niður hvað þú þarft að gera og hvenær. Jafnvel hvenær þú ætlar að borða kvöldmat og hvenær þú ætlar í sturtu.

 

 • Fylgdu áætluninni þinni á hverjum degi. Þér finnst það kannski erfitt til þess að byrja með en um leið og það er komið í vana þá verður það lítið mál.

 

 • Hugsaðu um skipulagningu þína sem lífsstíl. Skipulag er ekki eitthvað sem þú gerir í smá tíma og hættir svo heldur eitthvað sem þú þarft að æfa þig að gera á hverjum degi.
Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.