fbpx
Bleikt

Róbert Wessman trúlofaður – Bað kærustunnar á mögnuðum stað

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 5. september 2018 10:21

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og kærasta hans, Ksenia Vladimirovna Shakhmanova, trúlofuðu sig á dögunum. Róbert greinir frá því á Facebook að hann hafi beðið Kseniu inni í fjögur þúsund ára eldfjalli og hundrað metra neðanjarðar.

„Ég er nú trúlofaður Kseniu, minni ótrúlegu og fallegu konu,“ sagði Róbert á ensku og bætti við að þau væru nú komin með hringa. Hann bætir við að það hafi verið ótrúleg upplifun að biðja Kseniu á þessum stað, en um var að ræða Þríhnúkagíg sem nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna. Augnablikið hafi verið skemmtilegt og sérstakt.

Í ágúst 2017 fjárfesti Róbert, ásamt nokkrum viðskiptafélögum, í glæsilegri íbúð á Vatnsstíg 20–22 í SkuggahverfiÍbúðin er 314 fermetrar að stærð og var Guðmundur Kristjánsson í Brim seljandi eignarinnar. Þar býr Róbert, þegar hann er staddur á Íslandi, ásamt Kseniu og börnum hennar.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir