fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Hvað flokkast í raun og veru sem framhjáhald?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 5. september 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framhjáhald er mjög alvarlegt brot í samböndum. Sama hvort um er að ræða hjónaband eða par sem nýlega hefur tekið saman, þá mun framhjáhald ávallt setja strik í reikninginn. Sum pör hafa gengið í gegnum erfiðleikana sem myndast eftir framhjáhald og lært að fyrirgefa en önnur pör geta ekki litið framhjá mistökunum og slíta samvistum.

Það getur verið fín lína á milli skilgreininga fólks á framhjáhaldi og því er mikilvægt fyrir pör að ræða saman í upphafi sambands um það hvað þau túlka sem framhjáhald. Gott er að setja sér og maka sínum ákveðnar reglur svo að báðir aðilar geri sér grein fyrir því í upphafi hvað sé leyfilegt og hvað ekki.

Til þess að fara aðeins yfir mismunandi gerðir af því sem sumir myndu kalla framhjáhald hafði Popsugar samband við David Bennett sambandsráðgjafa.

Að halda úti stefnumótasíðu

Í dag halda margir ef ekki flestir út einhverskonar stefnumótasíðu, hvort sem það er nafnlaust á einkamál eða prófíll á Tinder. Að halda úti slíka síðu getur verið túlkað sem framhjáhald. Það er í raun engin ástæða fyrir þig til þess að vera með stefnumótasíðu nema að þú sért að leita þér að stefnumótum. Hins vegar gæti síðan verið gömul og ekki enn í notkun svo ef þú kemst að því að maki þinn á slíka síðu, þá skalt þú komast að því hvort hún sé virkilega í notkun eða ekki áður en þú verður brjáluð/aður.

Að fylgjast með fyrrverandi á samfélagsmiðlum

Það er mjög algengt í dag að fólk haldi áfram að fylgja hvort öðru á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að vera hætt saman. Það væru því margir taldir vera að halda framhjá ef það að fylgjast með fyrrverandi ætti að tákna framhjáhald. Hins vegar ef aðili stígur yfir línuna og fer að hafa óeðlileg samskipti við fyrrverandi maka sinn þá ætti það að hringja viðvörunarbjöllum. Best er að ræða strax um málið við makann þinn.

Að horfa á klám án makans þíns

Að horfa á klám án makans þíns getur verið óholt fyrir sambandið en það er þó varla hægt að kalla það framhjáhald. Nema ef það hefur virkileg áhrif á samband ykkar. Ef maki þinn vill frekar horfa á klám heldur en að njóta ásta með þér, þá gæti verið að vandamál sé til staðar. Ef makinn horfir reglulega á klám og leynir því, þá er það lygi sem gæti leitt til framhjáhalds. Viðvörunarbjöllurnar ættu að hringja ef þú stendur maka þinn að því ítrekað að ljúga til um klám áhorf sitt.

Að eiga í tilfinningalegu sambandi með öðrum en maka

Það að eiga í tilfinningalegu sambandi við aðra manneskju heldur en maka þinn getur flokkast sem framhjáhald ef að það samband kemur í staðin fyrir tilfinningalegt samband þitt við makann. Ef rómantík er í loftinu er auðveldlega hægt að flokka tilfinningalegt samband sem framhjáhald. En gott tilfinningalegt samband við annan en maka, svo sem góðan vin, getur líka verið hollt. Svo lengi sem ekki er farið yfir neinar línur og engin rómantík liggur að baki.

Að daðra við aðra í smáskilaboðum

Þeir sem daðra við annað fólk í smáskilaboðum hafa enga afsökun. Það að segja „ég er bara svona manneskja sem daðrar við aðra,“ er ekki afsökun. Daður er rómantískt og kynferðislegt. Það er í raun enginn tilgangur fyrir fólk að daðra við aðra en maka sinn. Það gætu því margir talið þetta til framhjáhalds. Hins vegar er sumt fólk einfaldlega með persónuleika sem er fyndinn og skemmtilegur og er í raun og veru ekki að daðra í rómantískum tilgangi. Ef maki þinn er svoleiðis persónuleiki og það truflar þig, ræddu það þá við hann og reyndu að komast að því hver tilgangur hans er í raun og veru.

Að fara út að borða með einhverjum sem þú heillast af

Ef þú ferð út að borða með manneskju sem þú heillast af í eitt eða tvö skipti án þess að þið séuð að daðra eða að reyna hvort við annað, þá gætir þú samt verið að koma þér yfir á hættulegt svæði. Ef þú leynir því fyrir maka þínum að hafa farið út að borða með einhverjum þá gefur það til kynna að þú þráir það að halda framhjá með aðilanum. Ef þú finnur strax að það er daður og rómantík í loftinu við fyrstu kynni og ferð samt út að borða með viðkomandi þá ert þú ekki í góðum málum. Það sem átti að vera saklaus kvöldverður með nokkrum drykkjum gæti endað í einhverju allt öðru.

Að fara á stripp staði

Ef þú eða maki þinn eruð að fara á stripp stað í staðin fyrir að vera með makanum, þá er hægt að líta á það sem framhjáhald. Það er þó best að ræða þetta strax við maka þinn og komast að því hvað ykkur finnst. Ef maka þínum er illa við að þú farir þá skalt þú sleppa því. Fyrir marga er þó einungis skemmtun að fara á stripp stað. Kynferðisleg spenna getur verið í loftinu án þess þó að eitthvað meira leiði af sér. Það getur jafnvel verið gaman fyrir par að fara saman á stripp stað en það þarf þó alltaf að vera búið að ræða saman um sameiginlegan grundvöll fyrir því hvað sé leyfilegt og hvað ekki.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.