fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

7 ráð til þess að ná betri svefni

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 5. september 2018 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góður nætursvefn er mikilvægur fyrir heilsu okkar og velferð. Margir eiga þó við svefn vandamál að stríða, hvort sem það þýðir að þau eigi erfitt með að sofna á kvöldin eða vakna reglulega yfir nóttina þá geta þessi vandamál haft gríðarleg áhrif á heilsuna.

Þrátt fyrir að margir geri ráð fyrir því að svefnvenjur okkar séu innbyggðar í líkamsklukkuna þá er margt sem hægt er að gera til þess að bæta þær. Real Simple fékk einföld ein góð ráð hjá lækninum Michael J. Breus sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum.

  1. Haltu þig við ákveðna svefnrútínu

Það hafa allir mikið að gera í lífinu og oft finnst fólki erfitt að fara upp í rúm á sama tíma á hverju kvöldi. En það er þó eitt af því mikilvægasta sem fólk gerir þegar kemur að því að bæta svefnvenjur sínar. Það að sofna og vakna á sama tíma á hverjum degi er besta ráðið í bókinni. Meira að segja um helgar þegar þú ert í fríi, þá átt þú samt að vakna á sama tíma og venjulega. Það að hafa góða svefnrútínu mun hjálpa þér að ná betri svefni.

  1. Slökktu á skjánum

Það eru flest allir háðir því að kíkja í símann sinn, tölvuna eða spjaldtölvuna. En ef þú vilt virkilega upplifa dýpri svefn þá átt þú að slökkva á tækjunum að minnsta kosti einum klukkutíma fyrir svefn. Ljósið frá tækjunum hefur örvandi áhrif á heilastarfsemi þína og heldur þér vakandi.

  1. Hreyfðu þig daglega

Það vita allir að hreyfing er góð, en hún getur einnig hjálpað þér við að bæta svefninn. Þá er mælt sérstaklega með því að hreyfa sig á morgnanna. Ef þú ætlar að hreyfa þig á kvöldin þá skalt þú gera það að minnsta kosti fjórum klukkutímum áður en þú ferð að sofa því líkami þinn þarf að geta slakað á fyrir svefninn. Að minnsta kosti 20 mínútna hreyfing á hverjum degi mun hjálpa þér að sofa betur.

  1. Slepptu því að leggja þig

Ef þú sefur illa þá gætir þú upplifað þörf á því að leggja þig daginn eftir. En því miður getur sú kría gert það að verkum að þú átt í erfiðleikum með að sofna um kvöldið. Það er því miklu betra að komast í gegnum þreytuna og fara þá frekar örlítið fyrr upp í rúm um kvöldið.

  1. Settu eitthvað yfir klukkuna þína

Ef þú vaknar reglulega yfir nóttina þá veistu að klukkan getur verið þinn versti óvinur. Þú lítur á klukkuna og sérð að hún er 4:30, þá ferð þú ósjálfrátt að telja niður klukkutímana þangað til að þú þarf að vakna og ferð að hafa áhyggjur af þeim. Settu því eitthvað yfir klukkuna þína eða hafðu hana einhvers staðar þar sem þú getur ekki séð hana á meðan þú sefur. Það mun spara þér óþarfa kvíða og áhyggjur.

  1. Ekki drekka áfengi áður en þú ferð að sofa

Það að fá sér eitt eða tvö glös af víni gætu mögulega hjálpað þér að sofna og sofa ágætlega en um leið og áhrifin af áfenginu renna af þér þá getur þú upplifað hausverk, svitaköst og almenn óþægindi í svefninum. Ef þú ert að fá þér í glas á annað borð, reyndu þá að hætta að drekka þremur tímum áður en þú ferð að sofa.

  1. Kveiktu á svokölluðu „white noise“

Þeir sem sofa laust eiga það til að vakna við hvaða lágværa hljóð sem er. Ef maki þinn hrýtur, hlutur dettur niður af náttborðinu eða hvað sem er getur vakið fólk sem sefur laust. Því getur verið gott að setja einhverskonar hljóð sem ómar í bakgrunninum á meðan þú sefur. Til dæmis að hafa kveikt á viftu eða einhverskonar róandi hljóði sem þér þykir gott að hlusta á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.