fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Þetta skalt þú aldrei segja við makann þinn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 4. september 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll pör rífast á einhverjum tímapunkti í sambandinu. Sum pör rífast meira en önnur og svo virðist vera sem sum sambönd einfaldlega ganga ekki upp vegna stanslausra rifrilda. Hvað sem því líður, þá er einn setning sem þú átt aldrei að segja við makann þinn þegar kemur að rifrildum.

Erica Gaiteley

Erica Gaitley greindi frá því á Popsugar að setningin sem er algjört eitur fyrir öll sambönd sé ekki bara slæm í rifrildinu sjálfu, heldur geti hún haft varanleg áhrif á þann sem móttekur hana.

„Þú ert geðveik/ur!“

Það er ekki aftur snúið þegar geðveikis spilið er komið inn í leikinn. Þetta algenga orð getur haft svo mikil áhrif að manneskjan sem móttekur það frá maka sínum getur farið að efast um sjálfa/nn sig.

„Síðasta samband sem ég var í byrjaði með óheiðarleika og vantrausti strax í upphafi. Þrátt fyrir að ég sé yfirhöfuð mjög róleg manneskja þá rifumst við stundum. Ég skal segja þér það að það er engin önnur setning sem getur gert konur jafn brjálaðar eins og setningin: Þú ert geðveik.“

Erica hafði lengi grunað maka sinn um framhjáhald án þess þó að hafa nokkra sönnun.

„Mér var í alvörunni farið að líða eins og ég væri geðveik svo þegar makinn minn skellti þessari setningu í andlitið á mér þá gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort það væri mögulega eitthvað sannleikskorn í henni. Þetta orð hefur ekki bara áhrif á sjálfstraust manneskjunnar heldur á allt sambandið. Og ef þú ert að velta vantrausti mínu fyrir þér, þá hafði ég rétt fyrir mér allan tímann.“

Efaðist um sjálfa sig í langan tíma

Áhrif setningarinnar á Ericu átti eftir að hafa áhrif á sambönd hennar í framtíðinni.

„Ég áttaði mig ekki á því hvað þessi orð höfðu mikil áhrif á mig fyrr en ég byrjaði í nýju sambandi. Þrátt fyrir að ég væri yfir mig hamingjusöm að hafa fundið góðan og kærleiksríkan mann þá var ég gjörsamlega á nálum yfir því að hann þyrfti að sjá að ég gæti treyst honum, að ég væri róleg og í raun allt annað en geðveik. Áhrifin af setningunni höfðu svo slæm áhrif á mig að ég efaðist í raun og veru um það hvort ég gæti treyst manneskju. Hvort ég gæti elskað skilyrðislaust og gefið mig alla án þess að hræðast það að verða særð.“

Það tók Ericu langan tíma að komast yfir erfiðleikana sem fylgdu orðunum sem fyrri maki hennar hafði látið falla um hana.

„Þrátt fyrir að þér líði eins og þú þurfir að verja sjálfa/n þig með því að hrópa þessi orð á einhvern þá er betra að taka sér augnablik til þess að hugsa og ganga út úr rifrildinu. Það gæti bjargað sambandinu þínu. Reyndu frekar að komast að því af hverju maki þinn er að haga sér eins og hann gerir. Taktu þér því tíma til þess að anda og gakktu í burtu frá rifrildinu ef sambandið er þess virði að bjarga. Mundu, að þegar þú ert búinn að segja þessi orð við maka þinn, þá tekur þú þau ekki til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.