fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Snædís Bergmann tók Mínu músar þemað alla leið í afmæli dóttur sinnar

Lady.is
Þriðjudaginn 4. september 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hélt upp á 3. ára afmælið hjá stelpunni minni síðustu helgi og að hennar ósk var Mínu Mús þema. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að plana, baka og kaupa inn fyrir afmæli. En ég nota Pinterest mikið til að fá innblástur og hugmyndir og svo nota ég Amazon mikið til að versla skraut og afmælisbúnað.
Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur nokkrar myndir frá undirbúningnum.
Mig langaði svo að fara all in í þemanu og reyndi að tengja allan mat við Mínu mús á eitthvern hátt. Ég bjó til Mínu mús sykurpúða pinna sem var ótrúlega auðvelt og leyfði ég Signýju að hjálpa mér við að útbúa þá. En ég sting gati á sykurpúðann og sting svo pinna í, eftir það klippi ég tvö lítil göt ofan á sykurpúðann fyrir eyrun, en ég nota Candymelts fyrir eyru. Ég bræði svo restinni af Candymelts og dýfi svo sykurpúðanum ofan í. Í lokin nota ég lítið möffinsform fyrir pils.

Ein bestu kaup sem ég gerði svo fyrir afmælið voru tvö form sem voru eins og eyrun á Mínu Mús en ég notaði þau ótrúlega mikið til að hafa allan mat í Mínumús þemanu. Ég t.d setti RiceKrispies á bökunarplötu, kældi í smá stund og notaði svo formið til að gera Mínu mús kökur.

Ég skar svo einnig út melónur, skinku, ost og brauð. Einnig bjó ég til Mínu mús úr Oreo. En ég keypti í Hagkaup Oreo double cream og lítil oreo sem ég setti saman með tannstönglum.

Ég bakaði svo fjóra súkkulaði botna fyrir afmæliskökuna. Ég ákvað að hafa hana ótrúlega simple og skreytti hana með smjörkremi og prentaði út eyrun og stakk þeim ofan í. Þetta er ótrúlega falleg smjörkremsskeyting en á sama tíma super einföld. Ég geri bara stóran punkt og dreyfi úr honum með teskeið.
Ég man þegar að ég var lítil þá fannst mér alltaf svo ótrúlega skemmtilegt að fá að skreyta kökuna svo ég fékk vinkonu mína til að búa til litla köku sem myndaði 3 og leyfði Signýju Ölbu að skreyta hana sem vakti mikla lukku.

Ég pantaði veggfóðrið og límmiðann á veggnum einnig á Amazon.com og límdi veggfóðrið upp með doubletape-i. Allir fengu svo MínuMús eyru til að vera með í þemanu :). Ég prentaði út límmiðana á Froosh flöskunum á Catchmyparty.com sem er ótrúlega sniðug síða ef þið eruð að fara halda upp á afmæli – mæli með.

Færslan er skrifuð af Snædísi Bergmann og birtist upphaflega á Lady.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik