fbpx
Bleikt

Silja gagnrýnir reglur skólans um notkun sundbola: „Til hvers, svo það sjáist ekki í geirvörturnar?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 12:50

Silja Pálsdóttir

„Ég var að ræða við systur mína í gærkvöldi og sagði henni að ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að senda dóttur mína í skólasund í sundbuxunum sínum, bara út af krökkunum. Ég sagði samt að hún væri sterkur karakter og gæti auðveldlega svarað spurningum frá krökkunum ef að hún yrði spurð og myndi ekki taka það inn á sig. Þá segir systir mín við mig að það sé skylda í skólanum hjá dóttur hennar að allar stelpur eigi að vera í sundbol. Það er bannað að vera í bikiníi. Er þetta í alvörunni Ísland í dag?“ Segir Silja Pálsdóttir í samtali við Bleikt.

Fimm ára stelpur skikkaðar til þess að fela geirvörturnar

Dóttir Silju er nýbyrjuð í fyrsta bekk og var fyrsti tími hennar í skólasundi í morgun.

„Dóttir mín kýs að vera í sundstuttubuxum frekar en í sundbol í sundi og ég sjálf talaði alltaf um að ég ætlaði að kaupa sundbol á hana áður en skólinn byrjaði því ég vildi ekki að henni yrði strítt. Sem sagt ég ákvað að hún færi í sundbol í sund út af samfélaginu. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri einfaldlega skylda. Er það ekkert skrítið? Strákar mega vera í sundstuttbuxum en litlar fimm til sex ára gamlar stelpur þurfa að skýla sig? Til hvers? Svo það sjáist ekki í geirvörturnar? Ég bara skil þetta ekki. Erum við ekki komin lengra en þetta?“

Silja segist engan vegin geta skilið hvers vegna þessi regla sé sett á stelpur og segir mikla þörf á umræðu um málefnið.

„Ég hreinlega skil ekki af hverju það hefur aldrei verið rætt um þetta!“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir