fbpx
Bleikt

Instagram-stjörnu hótað lífláti vegna þessarar myndar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 3. september 2018 13:53

Scarlett Dixon, 24 ára bloggara í London, var hótað lífláti vegna myndar sem hún birti á Instagram á dögunum. Myndin sem um ræðir er sakleysisleg en á henni má sjá Dixon sitja í rúminu með tebolla í höndunum.

Instagram hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið og hefur gagnrýnin meðal annars snúist um glamúr og glansmyndir sem varpa oftar en ekki fölsku ljósi á raunverulegt líf fólks.

Blöðrur, pönnukökur og fullkominn dagur

Scarlett þessi fær greitt fyrir að auglýsa á samskiptamiðlinum og á umræddri mynd auglýsti hún Listerine-munnskol. Eins og sést situr hún á rúminu með bros á vör, í náttfötunum og með tebolla í höndinni sem er að vísu tómur. Hjartalaga blöðrur eru allt í kringum rúmið, jarðarber á disk og stafli af pönnukökum. Sem sagt, fullkominn morgun.

Myndin vakti talsverða athygli og fór hún fljótt í dreifingu á Twitter þar sem Scarlett var gagnrýnd. Bent var á að tebollinn væri tómur, pönnukökurnar væru í raun og veru tortilla-pönnukökur. Var Scarlett gagnrýnd fyrir að vera fölsk og hvöttu sumir Twitter-notendur hana til að hreinlega svipta sig lífi.

Lygaverksmiðja

Einn benti á að Instagram væri „ömurleg lygaverksmiðja“ sem gerði það að verkum að venjulegt fólk upplifði sig ófullnægjandi. Var myndinni deilt 90 þúsund sinnum á Twitter þar sem svívirðingunum rigndi yfir bloggarann.

Þegar Scarlett þótti nóg komið svaraði hún fyrir sig og sagði að myndin væri að sjálfsögðu sviðsett. „Haldið þið að einhver vakni og skyndilega sé herbergið fullt af blöðrum?“ sagði hún og bætti við að það væri ekki í lagi að fá líflátshótanir vegna myndbirtinga af þessu tagi.

Einelti og veikindi

Scarlett bætti við að Instagram gæti vissulega varpað falskri mynd á líf fólks en tók það þó fram að efnið sem hún setti fram væri ekki skaðlegt á nokkurn hátt, ekki að hennar mati að minnsta kosti. Þá auglýsti hún einungis vörur sem hún notar sjálf. „Mér þykir leiðinlegt ef ég hef gert það að verkum að einhver hefur upplifað sig ófullnægjandi. Það er ekki það sem ég stend og markmið mitt er raunar andstæðan við það.“

Scarlett hefur meðal annars bloggað á opinskáan hátt um einelti sem hún varð fyrir á yngri árum og ristilkrampa (e. Irritable Bowel Syndrome) sem hún þjáist af.

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Í gær

Barnalæknar vara foreldra við notkun göngugrinda fyrir börn

Barnalæknar vara foreldra við notkun göngugrinda fyrir börn
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Átta týpur af geirvörtum – Hvaða týpu ert þú með?

Átta týpur af geirvörtum – Hvaða týpu ert þú með?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eva Rún var ósátt við nýja pabba sinn: „Mér fannst hann ekkert eiga að skipta sér af mér og mínu lífi“

Eva Rún var ósátt við nýja pabba sinn: „Mér fannst hann ekkert eiga að skipta sér af mér og mínu lífi“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þórey hefur barist lengi við kvíða: „Við erum manneskjur sem reynum að lifa af í samfélagi nútímans“

Þórey hefur barist lengi við kvíða: „Við erum manneskjur sem reynum að lifa af í samfélagi nútímans“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt myndband af því sem Katrín Jakobs talaði um í gær: Barn hvolfir í sundlaug á meðan móðirin er í símanum

Óhugnanlegt myndband af því sem Katrín Jakobs talaði um í gær: Barn hvolfir í sundlaug á meðan móðirin er í símanum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

„Ég sá enga aðra leið úr þessu ástandi en að gleypa hálfan pilluskápinn og binda snöru á ljósakrónuna“

„Ég sá enga aðra leið úr þessu ástandi en að gleypa hálfan pilluskápinn og binda snöru á ljósakrónuna“