fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Instagram-stjörnu hótað lífláti vegna þessarar myndar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 3. september 2018 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scarlett Dixon, 24 ára bloggara í London, var hótað lífláti vegna myndar sem hún birti á Instagram á dögunum. Myndin sem um ræðir er sakleysisleg en á henni má sjá Dixon sitja í rúminu með tebolla í höndunum.

Instagram hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið og hefur gagnrýnin meðal annars snúist um glamúr og glansmyndir sem varpa oftar en ekki fölsku ljósi á raunverulegt líf fólks.

Blöðrur, pönnukökur og fullkominn dagur

Scarlett þessi fær greitt fyrir að auglýsa á samskiptamiðlinum og á umræddri mynd auglýsti hún Listerine-munnskol. Eins og sést situr hún á rúminu með bros á vör, í náttfötunum og með tebolla í höndinni sem er að vísu tómur. Hjartalaga blöðrur eru allt í kringum rúmið, jarðarber á disk og stafli af pönnukökum. Sem sagt, fullkominn morgun.

Myndin vakti talsverða athygli og fór hún fljótt í dreifingu á Twitter þar sem Scarlett var gagnrýnd. Bent var á að tebollinn væri tómur, pönnukökurnar væru í raun og veru tortilla-pönnukökur. Var Scarlett gagnrýnd fyrir að vera fölsk og hvöttu sumir Twitter-notendur hana til að hreinlega svipta sig lífi.

Lygaverksmiðja

Einn benti á að Instagram væri „ömurleg lygaverksmiðja“ sem gerði það að verkum að venjulegt fólk upplifði sig ófullnægjandi. Var myndinni deilt 90 þúsund sinnum á Twitter þar sem svívirðingunum rigndi yfir bloggarann.

Þegar Scarlett þótti nóg komið svaraði hún fyrir sig og sagði að myndin væri að sjálfsögðu sviðsett. „Haldið þið að einhver vakni og skyndilega sé herbergið fullt af blöðrum?“ sagði hún og bætti við að það væri ekki í lagi að fá líflátshótanir vegna myndbirtinga af þessu tagi.

Einelti og veikindi

Scarlett bætti við að Instagram gæti vissulega varpað falskri mynd á líf fólks en tók það þó fram að efnið sem hún setti fram væri ekki skaðlegt á nokkurn hátt, ekki að hennar mati að minnsta kosti. Þá auglýsti hún einungis vörur sem hún notar sjálf. „Mér þykir leiðinlegt ef ég hef gert það að verkum að einhver hefur upplifað sig ófullnægjandi. Það er ekki það sem ég stend og markmið mitt er raunar andstæðan við það.“

Scarlett hefur meðal annars bloggað á opinskáan hátt um einelti sem hún varð fyrir á yngri árum og ristilkrampa (e. Irritable Bowel Syndrome) sem hún þjáist af.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.