fbpx
Bleikt

Er sniðugt að setja tannkrem á bólurnar? Svör frá húðlækni

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 3. september 2018 13:00

Það er margt fólk sem þarf að glíma við slæma húð. Sumir byrja að fá slæmar bólur á unglingsaldri sem halda áfram að koma jafnt og þétt yfir ævina en aðrir fá þær sjaldnar. Flestir þurfa þó einhvern tímann að takast á við það verkefni að fá óvelkomna bólu sem jafnvel getur verið mjög sársaukafull.

Það hefur gengið manna á milli í dágóðan tíma að tannkrem sé einhverskonar töfralausn gegn bólum. Margir hafa því prófað að segja tannkrem á bólur og dásama sumir árangurinn á meðan aðrir eru ekki eins hrifnir. Popsugar leitaði til húðlæknis til þess að komast að því hvað væri raunverulega rétt.

Er gott að nota tannkrem á bólur?

Dr. Sharkar sagði að fólk sem setti tannkrem á bólurnar sínar væri ekki að gera góða hluti fyrir húðina sína.

„Þrátt fyrir að tannkremið muni þurrka bóluna upp þá getur það jafnframt látið þér verða illt í húðinni, þú getur þornað upp, flagnað og orðið rauð/ur, segir Dr. Sharkar.

Einnig tekur hún fram að mikilvægt sé að átta sig á því hvaða innihaldsefni eru í tannkremum þar sem mörg þeirra geta brennt húðina ef það færa að liggja of lengi á.

Dr. Sharkar segir að erfitt sé að meðhöndla bólur og að það sem virki fyrir sumar virki ekki endilega fyrir alla. En þó tekur hún fram að sum ráð virki fyrir flesta og eru það meðal annars að minnka inntöku á mjólkurvörum, þrífa sér alltaf tvisvar sinnum í framan, drekka meira vatn og skipta reglulega um koddaver.

Vörur sem innihalda benzoyl peroxide eða salicyc sýru geta hjálpað til við að draga úr rauðri húð og bólum. Einnig mælir hún með tee tree og lavender ilmkjarnaolíum fyrir húðina. Dr. Sharkar segir mikilvægast af öllu að koma vel fram við húðina sína.

„Við eigum bara eitt andlit og ef við komum fram við það eins og óvin okkar, þá mun það berjast til baka.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli