fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Dóttir Fríðu er með slæman kíghósta þrátt fyrir að vera full bólusett – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 31. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fríða Björk Sandholt á þrjú börn sem hún hefur samviskusamlega farið með í allar þær bólusetningar sem í boði hafa verið. Fyrir þremur vikum síðan fékk sjö ára gömul dóttir hennar vægan hósta sem Fríða hafði ekki miklar áhyggjur af í byrjun. Hóstinn fór hægt og rólega versnandi og í gær greindist dóttir hennar með kíghósta, þrátt fyrir að vera full bólusett.

„Það er mjög mikilvægt að halda bólusetningunni við með því að fara á tíu ára fresti til þess að láta bólusetja sig, því það er líka það sem er að halda sjúkdómnum gangandi,“ segir Fríða í samtali við Bleikt.

Hélt hún væri örugg vegna bólusetningar

Fríða og dóttir hennar þegar hún var ung

„Ég hélt að ég væri örugg um að börnin mín myndu ekki fá þessa sjúkdóma. En svo er nú aldeilis ekki. Hún fékk bólusetningu gegn kíghósta við 3 mánaða aldur, 5 mánaða og 12 mánaða. Og svo fékk hún endurbólusetningu í fjögurra ára skoðun. Og á að fá næstu bólusetningu 14 ára. En samt sem áður er hún með kíghósta.“

Fríða segir líklegt að fólk spyrji sig hvers vegna barn sem er fullbólusett fái kíghósta og segir hún svarið einfalt.

„Kíghóstabólusetningu og fleiri bólusetningar gegn ýmsum sjúkdómum eins og t.d. stífkrampa, mænusótt og barnaveiki þarf að endurtaka á 10 ára fresti til að viðhalda þeirri vörn sem bólusetningin veitir og til þess að halda við hjarðónæminu í þjóðfélaginu. Því þurfa fullorðnir einstaklingar líka að láta endurbólusetja sig á 10 ára fresti.
Bólusetning gegn mislingum veitir 95% vörn en bólusetning gegn kíghósta veitir aðeins 70-80% vörn gegn sjúkdómnum.“

Fullorðnir sem ekki endurbólusetja geta smitað börn

Fríða sem starfar sjálf sem sjúkraliði á Landspítalanum segir fullorðna einstaklinga sem ekki hafa látið endurbólusetja sig vel geta fengið kíghósta og að í flestum tilfellum séu einkenni kíghósta hjá fullorðnum mjög væg.

„Þau geta meira að segja verið svo væg að viðkomandi telur sig einungis vera með smá hósta og/eða kvef. og það er einmitt líklegast að sá einstaklingur, þessi fullorðni einstaklingur smitar aðra af kíghósta. Og þar með talið börn. Það er því mjög mikilvægt að öll börn sem mega fá bólusetningar fái þær bólusetningar sem í boði eru. Ég segi þau börn sem mega, vegna þess að það mega alls ekki öll börn fá bólusetningar. Sum börn hafa ofnæmi fyrir efnum sem notuð eru í bóluefnið og sum börn mega ekki fá bólusetningar vegna annarra sjúkdóma og meðferða við sjúkdómum, eins og t.d. krabbamein og meðferð við því.“

Fríða greinir frá því að öllu fólki sem starfar á heilbrigðissviðinu sé ráðlagt að fara í endurbólusetningu en að annað fólk viti ekki endilega af því að sá kostur sé í boði.

„Því er mjög stór hluti þjóðfélagsins sem veit ekki af þessu og telur sig vera fullbólusett fyrir þessum sjúkdómum.“

Nær ekki andanum og kastar upp

Dóttir Fríðu liggur nú svo slæm af kíghósta að hún fær hóstaköst allt að 40 sinnum á sólarhring og í hverju kasti nær hún ekki andanum í rúmlega 30 sekúndur.

„Trúið mér, 30 sekúndur er mjög langur tími fyrir barn að ná ekki að draga andann. Og 30 sekúndur er mjög langur tími fyrir foreldra að horfa upp á barnið sitt án þess að ná að anda.
Ég hef aldrei á ævinni séð neitt eins óhuggulegt og þetta. Hún verður blá á vörunum og súrefnismettunin dettur jafnvel niður í 90% í verstu köstunum. En fyrir þá sem ekki vita, þá er eðlileg súrefnismettun 100% hjá barni. Í verstu köstunum er hún meira að segja að kasta upp. Hún veifar höndum og kúgast, því að hún nær ekki andanum.“

Fríða vill fá meiri umræðu í þjóðfélagið um bólusetningar og biðlar til fólks að láta bólusetja sín börn.

„Og það sem er líka jafn mikilvægt, höldum bólusetningum okkar við með því að fara reglulega og láta endurbólusetja okkur sjálf.“

„Í meðfylgjandi myndbandi má heyra örstutt brot af annars tæplega tveggja mínútna löngu hóstakasti hjá dóttur minni. Og trúið mér, það er mun óhuggulegra að upplifa þetta í raun og veru, mörgum sinnum á sólarhring, en að hlusta á 15 sekúndna langt myndband. Í upphafi heyrið þið dóttur mína hósta, svo kemur öndunarpása, þar sem hún nær ekki að anda inn og að lokum heyrist hvernig hún reynir að ná andanum með háu soghljóði. Óhuggulegt. Mjög óhuggulegt.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.