fbpx
Bleikt

13 hlutir til þess að gera á þrítugsaldrinum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 11:00

Það eru margir sem minnast þrítugsaldursins sem besta tímanum í lífinu. Það er tíminn áður en flest fólk fer í heilagt hjónaband, er ekki bundið miklum skuldbindingum og hefur frelsi til þess að prófa nýja hluti.

Þrítugsaldurinn er tíminn til þess að eignast nýja vini, verða ástfangin og í ástarsorg til skiptis og mikilvægast af öllu: Læra að elska sjálfa/n sig.

Það gæti hljómað furðulega, en til þess að læra vel inn á sjálfa/n sig er gott að eyða tíma ein/n með sjálfum sér. Með því færð þú nýja sýn á lífið og sjálfa/n þig.

Mörgum gæti þótt erfitt að finna sér hluti til þess að gera og því setti Popsugar saman lista af 13 hlutum til þess að gera með sjálfum sér:

 1. Farðu og taktu þátt í mótmælum með málefni sem liggur þér á hjarta. Ekki bíða eftir að vinur/vinkona komi með þér.
 2. Farðu ein/n til útlanda. Þú munt læra svo mikið á því og fljótlega áttar þú þig á því að þú þarft ekki að skipuleggja daginn þinn heldur fylgir þú því sem dagurinn hefur upp á að bjóða.
 3. Farðu á námskeið sem mun hjálpa þér við starfsframa þinn. Það er mikilvægt að hætta aldrei að læra.
 4. Farðu á listsýningu. Þú þarft ekki að flýta þér, það er enginn að ýta á eftir þér og þú getur skoðað nákvæmlega það sem þú hefur áhuga á.
 5. Finndu þér líkamsrækt sem þú nýtur í botn. Hreyfing er mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu. Þú þarft ekki að fara í ræktina til þess að hreyfa þig. Göngutúrar, jóga, dansnámskeið eða hvað sem þér líkar. Prófaðu það.
 6. Kauptu þér föt sem einkenna þig. Farðu ein að versla og kauptu þér að minnsta kosti einn hlut sem þér finnst einkenna þig sem manneskju.
 7. Skipulegðu herbergið/íbúðina þína. Það er ekkert betra en að skipuleggja rýmið sitt. Losa sig við hluti sem þú ert hætt/ur að nota og raða öllu snyrtilega, ekki bara henda því inn í skáp og vona það besta.
 8. Lærðu að búa til uppáhaldsdrykkinn þinn. Elskar þú Moscow Mule eða Mojito en kannt ekki að búa þá sjálf til? Eyddu þá einni kvöldstund í að læra það.
 9. Lærðu nýtt tungumál. Þú munt líklega aldrei aftur hafa tíma til þess að læra nýtt tungumál. Það mun jafnvel nýtast þér þegar þú ferðast ein/n.
 10. Lestu bækurnar sem þú neyddist til þess að lesa í framhaldsskóla aftur. Þegar þú lest bækur á þínum eigin tíma en ekki á þeim hraða sem framhaldsskólakennarinn þinn sagði þér að gera, þá munt þú líklega kunna að meta þær upp á nýtt.
 11. Farðu í bíó. Hefur þig langað til þess að sjá mynd í bíó sem engin af vinum þínum vildi sjá? Farðu þá bara ein/n. Það er nú ekki eins og maður spjalli mikið á meðan á myndinni stendur hvort eð er.
 12. Hlustaðu á TED fyrirlestra. Tíu mínútna fyrirlestur frá TED gæti opnað augu þín og gefið þér innblástur. Þú gætir jafnvel uppgötvað nýtt áhugamál.
 13. Lærðu að búa til uppáhalds réttinn þinn. Þú getur prófað þig áfram og jafnvel búið til eitthvað alveg frá grunni. Það er alltaf gaman að eiga sína eigin uppskrift af góðum mat.
Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir