fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Matthildur upplifði þrýsting um að eignast börn á Íslandi: „Ég sé í dag að ég var meira barnapía þeirra heldur en raunveruleg móðir“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthildur Björnsdóttir fæddist í þennan heim sem óvelkomið barn. Foreldrar hennar áttu einnar nætur gaman sem ekki átti að enda með barnsburði enda gerðist þetta á þeim tíma sem börn utan hjónabands voru litin hornauga.

„Það sem ég komst að áratugum seinna, varðandi sögu foreldra okkar, var það að þegar hún skrifaði honum bréf um fæðingu mína og það að hún hataði það að þurfa að hætta í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur vegna barns sem hún vildi ekki, gerði það að verkum að hann bað hennar. Ekki vegna ástar, heldur vegna samviskubits og skyldurækni. Þetta voru tímarnir árið 1947. Hún hafði leitast eftir manni sem hafði háskólamenntun og gæti séð vel fyrir henni, þar sem konur frá þessum tíma áttu að hugsa þannig. Þetta er ekki góð uppskrift af sterku og innilegu sambandi,“ segir Matthildur, sem oftast er kölluð Matta, í óútgefinni bók sinni, sem hún sendi blaðakonu afrit af, um lífsæviskeið hennar.

Konur voru einskis virði ef þær eignuðust ekki börn fyrir 25 ára aldur

Matta las viðtal sem blaðakona tók við Karólínu Hrönn Hilmarsdóttur á dögunum um það að ungar konur ættu frekar að mennta sig og koma sér í góða stöðu í samfélaginu áður en þær eignast börn. Matta staðfestir allt sem Karólína sagði af sinni eigin reynslu í samtali við blaðakonu. Matta er í dag orðin 71 árs gömul og er búsett í Ástralíu.

„Ég staðfesti allt sem hún segir af eigin reynslu. Reynsla mín var frá öðrum tíma og mér var ýtt út í það að finna mann og skaffa þjóðfélagsþegna. Það var seint á sjötta áratugnum þegar ég, sem mannvera og kona, hafði fengið slæmar persónulegar árásir á mig og skilaboðin voru þau að ég yrði ekki séð sem neins virði af þjóðinni, nema að ég fyndi mér mann og skaffaði þjóðfélagsþegna áður en ég yrði orðin 25 ára gömul.“

Að eignast börn er ekki alltaf rómantísk saga

Matthildur Björnsdóttir eða Matta eins og hún er oftast kölluð

Matta útskýrir að staða hennar hafi á margan hátt verið svipuð og stúlkna frá Afríku og Miðausturlöndum sem lenda í slíkum þrýstingi frá foreldrum sínum.

„Það er svo sannarlega allt satt og rétt sem Karolína segir um ábyrgðina, vinnuna og fleiri atriði sem koma inn á það að fæða barn í heiminn. Sagan og reynslan er ekki nærri alltaf þessi rómantíska saga sem oft er máluð og haldið fram fyrir ungum konum. Ég hef séð ótal dæmi um það og þá staðreynd að fólk fæðir börn í heiminn af mjög óraunsæjum ástæðum og frá mjög óraunsæjum tilgangi. Sumar vilja fá börn af því að þeim langar í ungabörn og það stutta tímabil en vita svo ekkert hvað og hvernig eigi að leiðbeina börnunum rétt eftir að þau eldast. Sumir foreldrar renna út af uppeldinu þegar barnið fer að tala og hafa eigin skoðanir og vilja, aðrir verða uppiskroppa um leiðir þegar börnin verða unglingar.“

Þegar Matta eignaðist sín börn var engin kennsla í uppeldi til i samfélaginu og litla aðstoð að fá.

„Ég sé í dag að ég var meira barnapía þeirra heldur en raunveruleg móðir. Ég vissi í raun ekki neitt um hvernig maður elur upp unglinga. Ég skildi ekki mismuninn á milli barnagæslu og alvöru uppeldis fyrr en eftir að ég kom hingað til Ástralíu og sá þætti um foreldra sem höfði leitt börnin sín í sitt framtíðarhlutverk. Frá því að sjá hæfileika þeirra, styðja þau svo og leiða áfram þar til þau voru algerlega sjálfbær.“

Ljótt slúður um þær konur sem ekki áttu börn

Matta segist hafa upplifað mikinn þrýsting um barneignir þegar hún bjó á Íslandi.

„Ég upplifði þrýstinginn á Íslandi eins og það væri einhverskonar herskylda að við konur poppuðum út þegnum til að fjölga þjóðinni. Þá var enginn orðaforði eða veruleikamöguleiki á því að kona gæti einu sinni ákveðið að eignast ekki börn. En ég vissi um tvær konur á Íslandi sem vissu að það væri ekki fyrir þær. Samt enduðu þær báðar í mikilli umönnun á fólki. Ég man eftir svaka ljótu slúðri um konur á þeim tímum þegar þær „höfðu ekki náð að finna sér mann og því ekki fengið neinn til þess að barna sig“. Meira að segja þrátt fyrir að samfélagið væri oft með fordóma gegn einstæðum mæðrum þá var það séð sem betra en ekkert, því þær leyfðu einhverjum að barna sig.“

Matta segir að henni þyki það pirrandi að sjá að staðan sé enn svona í heiminum.

„Að margir í heiminum telja að kvenmaður sem orðin er kynþroska og sé byrjuð á túr sé sjálfvirkt algerlega tilbúin og viljum til þess að fara í samband og fæða af sér börn. Það er engin tillitssemi til þess að það séu möguleikar á því að viðkomandi geti haft allt annan draum og ætlun fyrir sig og sitt líf. Nú þegar mannfjöldi jarðar er orðinn meiri en jörðin getur í raun borið, og enn síður ef okkur fjölgar eins og hefur verið að þá er enn mikilvægara að mannkynið hugsi meira um þessi mál. Einnig hvernig það geti nýtt kærleika sinn og umhyggju betur. Það er hægt að gera það á svo margan annan hátt en að fæða af sér börn sjálfur. “

Það er þess virði að hugsa sig um

Matta segist vel skilja að konur sem eignast hafi börn ungar taki skilaboðum hennar og Karólínu sem særandi.

„Það að segja satt um beran sannleikann varðandi barneignir hefur særandi áhrif á þá sem sjá það sem hið eina sem þau eigi að gera. Þá verður slíkt raunsæi séð sem árás þegar það er í raun ekki hugsað á þann hátt. Það er bara verið að hvetja einstaklinga til þess að draga andann og vera enn vissari um barneignir séu köllum þeirra og að þær muni þá ráða við allt dæmið, sama hvað gerist.“

Systir Möttu eignaðist heilbrigðan son sem síðar fékk heilahimnubólgu og varð í kjölfarið mjög fatlaður.

„Hann fæddist í fínu lagi en fékk heilahimnubólgu og heilinn skemmdist. Nú er hann um þrítugt, er á heimili og þarf mikla umönnun. Það að fæða börn í heiminn getur komið með mikilli heppni og öll börnin verið fín og allt gengið vel. En svo getur allt snúist við af einhverjum ástæðum svo það er þess virði að hugsa sig um.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.