fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Þetta eru launahæstu leikarar heimsins

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn árlegi listi tímaritsins Forbes um hæst launuðustu leikarana hefur verið gefin út fyrir þetta ár. Á síðasta ári trónaði Mark Wahlberg á toppi listans en í ár komst hann ekki einu sinni í hóp topp tíu. En hvaða leikarar skyldu vera þeir hæst launuðustu undanfarið ár? Popsugar greindi frá.

Myndir: Getty Images
  1. George Clooney – Árslaun: 239 milljónir Bandaríkjadollara

Þrátt fyrir að Clooney hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarið þá hóf hann rekstur á fyrirtæki sem framleiðir Tequila með vini sínum Rande Gerber. Fyrirtækið Casamigos Tequila var svo keypt af þeim félögum í sumar og gerir það Clooney að hæst launaðasta leikaranum.

  1. Dwayne Johson – Árslaun: 124 milljónir Bandaríkjadollara

Johson hefur gert það gott í ár, meðal annars í bíómyndinni Jumanji: Welcome to the Jungle. En tekjur Johnson koma ekki einungis inn í gegnum leik hans í bíómyndum heldur hefur hann búið sér til stórt fylgi á samfélagsmiðlum og fær hann vel borgað fyrir auglýsingar þar í gegn.

  1. Robert Downey Jr. – Árslaun: 81 milljónir Bandaríkjadollara

Downey fékk vel borgað í ár þegar hann fékk fyrirfram greitt fyrir myndirnar Spider-Man: Homecoming og Avengers: Infinity War.

  1. Chris Hemsworth – Árslaun: 64,5 milljónir Bandaríkjadollara

Í fjórða sæti kemur svo leikarinn Hemsworth sem hefur fengið vel borgað frá Marvel í ár.

  1. Jackie Chan – Árslaun: 45,5 milljónir Bandaríkjadollara

Flestir ættu að þekkja Jackie Chan sem hefur gert garðinn frægan í ansi mörg ár. Ekki aðeins er hann vinsælasti leikari í Kína heldur situr hann í fimmta sæti yfir hæst launuðustu leikara í heimi.

  1. Will Smith – Árslaun: 42 milljónir Bandaríkjadollara

Will Smith fékk vel borgað í ár fyrir hlutverk sitt í Sci- Fi bombunni Bright. Hann fékk líka nokkuð góðan launaseðill fyrir að taka að sér að tala fyrir andann í Aladdin.

  1. Akshay Kumar – Árslaun: 40,5 milljónir Bandaríkjadollara

Hinn fimmtíu ára gamli Kumar lék í þremur bíómyndum árið 2017 og tveimur árið 2018. Hann er einn frægasti Bollywood leikarinn og fær einnig greitt fyrir auglýsingatekjur.

  1. Adam Sandler – Árslaun: 39,5 milljónir Bandaríkjadollara

Adam Sandler heldur áfram að standa uppi á sviði og reyta af sér brandarana fyrir háar upphæðir. En það eru ekki einu tekjur hans því Sandler er einnig með mjög góðan samning við Netflix sem afla honum ágætra tekna.

  1. Salman Khan – Árslaun: 38,5 milljónir Bandaríkjadollara

Khan er einnig einn af vinsælustu Bollywood leikurunum.

  1. Chris Evans – Árslaun: 34 milljónir Bandaríkjadollara

Hélduð þið virkilega að Captain America kæmist ekki á listann?

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.