fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Skotheld uppskrift af kleinum frá Fríðu B. Sandholt

Fríða B. Sandholt
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á það til að skella einstaka sinnum í köku eða kleinur með kaffinu. Hér áður fyrr þá miklaði ég það svo fyrir mér að steikja kleinur, ég hélt að það væri svo mikið bras. En það er sko aldeilis ekki mikið mál að skella í nokkrar kleinur. Mikið minna mál en margt annað. Ætli það taki ekki um það bil einn og hálfan tíma.

Ég hef prufað nokkrar uppskriftir og aðeins verið að prufa mig áfram til að finna uppskrift sem ég er sátt við og nú loksins held ég að ég sé búin að hnoða saman ágætis uppskrift, sem ég get deilt með ykkur.

Endilega prufið að skella í nokkrar kleinur, því að það er svo mikið einfaldara en margir halda.
Hér kemur uppskriftin ásamt nokkrum myndum sem ég tók í dag þegar ég var í kleinubakstri.

Kleinur að hætti Fríðu (u.þ.b. 85 stk.)

Uppskrift: 

1200 gr hveiti

250 gr sykur

100 gr smjörlíki (við stofuhita)

2 stk egg

10 tsk lyftiduft

5 tsk kardimommudropar

4,5 dl mjólk

Aðferð:

Mér finnst gott að nota aðferðina sem amma notaði alltaf, en þá eru þurrefnin sett í “fjall” á borðinu og gerð hola í miðjuna. Eggin eru sett í holuna og hnoðað saman við þurrefnin. Mjólkin og kardemommudroparnir er síðan sett í holu á “fjallinu” og öllu hnoðað vel saman. Deiginu er síðan skipt í fjóra helminga, flatt út og skorið í tígla. Gat skorið í miðjuna á hverjum tígli og snúið upp á. Steikið kleinurnar í örfáar mínútur á báðum hliðum upp úr palmín feiti í potti.

Þegar ég tek kleinurnar úr pottinum, þá set ég þær á bökunarplötu sem ég hef sett bökunarpappír á og eldhúsrúllubréf, til að mesta feitin renni af þeim.

Einnig er hægt að hnoða deigið í hrærivél með K-inu. Þá eru öll hráefni sett í skálina og hnoðað vel áður en deiginu er skipt upp í fjóra hluta og flatt út.

Öll þurrefnin ásamt smjörlíkinu sett í „fjall“ á borðinu.

Hola gerð í miðjuna og eggin sett ofan í hana.

Skorið í tígla, með gat í miðjunni

og snúið upp á.

85 stk. kleinur tilbúnar.

Færslan er skrifuð af Fríðu B. Sandholt og birtist upphaflega á bloggsíðu hennar. 
Einnig er hægt að fylgjast með Fríðu á Snapchat: fridabsandholt

Fríða B. Sandholt
Fríða er þriggja barna móðir og eiginkona og starfar sem sjúkraliði á Landspítalanum.

Fríða hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur hönnun og hefur mjög gaman af því að innrétta heimili sitt. Einnig hefur hún mikinn áhuga á bakstri og kökuskreytingum og öllu sem því viðkemur.

Fríða heldur úti opnum Snapchat aðgangi undir nafninu: fridabsandholt
Og bloggsíðunni https://fridabsandholt.blogspot.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.