fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Gervineglur með lifandi maurum – Nýjasta tíska eða slæm meðferð á skordýrum?

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur borið á því undanfarið að naglafræðingar prófi sig áfram með hinar ýmsu misheillandi útgáfur af gervinöglum. Ef þú hélst að þú værir búin að sjá allt, bíddu þá bara.

Rússneska naglastofan Nail Sunny hefur nú, að mati margra, gengið allt of langt. Í nýjasta myndbandi þeirra sem Metro greindi frá, má sjá þegar naglafræðingur útbýr gervineglur með lifandi maurum innan í.

Í myndbandi naglastofunnar má sjá hvernig naglafræðingurinn útbýr glærar neglur sem eru holar í miðjunni. Síðan tekur hún lifandi maura og stingur þeim innan í neglurnar þar sem þeir hlaupa um og reyna að komast út.

Naglastofan hefur fengið á sig mikla gagnrýni í kjölfar myndbandsins þar sem fólk hefur meðal annars sagt þeim að, „þrátt fyrir að það sé hægt, þá þýði það ekki endilega að maður eigi að gera það.“

Naglastofan hefur svarað neikvæðu gagnrýninni á þann hátt að fólk geti verið rólegt, þar sem skilið sé eftir gat sem gerir maurunum kleift að anda.

Sitt sýnist hverjum en það er þó nokkuð ljóst að flestir eru ekki sáttir með þessa tilraun naglastofunnar og tökum við á Bleikt undir með þeim.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.