fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Eddie Murphy á von á jólabarni – Faðir í tíunda skiptið

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski gamanleikarinn Eddie Murphy á von á sínu tíunda barni í desember með kærustu sinni, Paige Butcher. Afþreyingarmiðillinn ET greindi fyrst frá þessu en orðrómar um nýja erfingjann spratt fyrst upp þegar sást til Butcher á dögunum með útþaninn maga.

Þau Murphy og Butcher hafa verið saman í sex ár og eiga hina tveggja ára gömlu Izzy, en fyrir á gamanleikarinn átta börn úr fjórum öðrum samböndum.

Eddie Murphy með kærustu sinni, Paige Butcher.

Murphy varð fyrst faðir árið 1989 og átti hann þá dótturina Briu með fyrrum eiginkonu sinni, Nicole Mitchell. Á því sama ári eignaðist hann soninn Eric með Paulette McNeely. Ári seinna eignaðist hann annan son, Christian, með fyrrverandi kærustu sinni, Tamöru Hood. Allt í allt eignuðust þau Nicole fimm börn, en ásamt Briu má nefna þau Myles, Shayne, Zolu og Bellu Zahra. Eignaðist hann líka stúlkuna Angel Iris með Kryddpíunni Melanie Brown utan hjónabands.

Gamanleikarinn segir í samtali við ET að börnin séu skærasta ljósið í lífi hans en bætir léttlyndur við að ekkert barnanna hans sé orðið svo gamalt, enda ekkert þeirra skriðið á fertugsaldurinn enn.

„Allur heimur minn snýst í kringum þessi börn,” segir hann.
„Þetta er það náttúrulegasta sem til er.”

Turtildúfurnar með sjö af níu börnum grínarans.
Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.