fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Að kaupa dót fyrir börnin er peningaeyðsla – Aníta Rún: „Hrísgrjón í flösku eða pottur og sleif duga flestum börnum“

Vynir.is
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef eytt ofboðslega mörgum þúsundköllum í barnaleikföng fyrir börnin mín. Leika þau sér með þau? Nei eiginlega ekki. Þetta fer svo sem batnandi eftir því sem þau eldast. Bríet Erna er alveg farin að leika sér með sitt dót. En Eyjólfur Þorri, honum er slétt sama. Að kaupa dót fyrir eins og hálfs árs barn er ekkert nema peningaeyðsla. Já, það tók mig alveg tvö börn að fatta það.

Uppáhalds hluturinn hans Eyjólfs er kústskaft. Hann dundar sér með það allan liðlangan daginn. Hann byrjaði mjög ungur á þessum „skaft áhuga“ sínum. Hann var ekki farinn að ganga þegar hann var farinn að fella niður sópinn til að geta ýtt honum á undan sér.

Flesta daga var drengurinn varla vaknaður þegar hann fór að sópa.

Ég var farin að hafa gríðarlegar áhyggjur af þessu. Ef ég fór með hann í heimsókn eitthvert og hann sá sóp var hann óðar kominn með hann í hendurnar. Ég var farin að halda að þetta væri einhverskonar þráhyggja. Alveg þar til hann skipti um uppáhalds hlut.

Næst var það ryksugan. Ó þvílík hörmung. Þetta er ekkert lítið leikfang, en samt dröslaði hann henni á eftir sér um alla íbúð. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að koma honum ofan af þessum ryksugu áhuga hans. Ég reyndi eftir mesta megni að láta hann leika sér með dótið sitt. En ekkert virkaði. Ég meira að segja fór að fela ryksuguna til að hann myndi hætta þessu. Það gekk ekki betur en það að hann stóð vælandi fyrir utan þvottahús dyrnar þar til ég opnaði fyrir honum. Hann vissi sko alveg hvar hún var.

Ég er búin að gefast upp. Ryksugan, sópurinn, sápubrúsar og pottar eru leikföngin sem sonur minn er búinn að velja sér. Svo lengi sem drengurinn fer sér ekki á voða með þessu læt ég þetta kyrrt liggja.

Eitt veit ég allavega, ég mun ekki kaupa leikföng fyrir hann í bráð. Börn þurfa nefnilega ekki allt þetta rándýra dót. Hrísgrjón í flösku eða pottur og sleif duga flestum börnum. Foreldrar vilja gefa börnunum sínum allt sem þeir geta. En af minni reynslu eru 20 leikföng óþarfi fyrir ung börn. Mín skilaboð til ykkar eru „less is more“.

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund, Árný Hlín, Svandís Þóra & Sigurrós Ösp.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.