fbpx
Bleikt

Sonur Birnu höfuðkúpubrotnaði þegar hann var hjálmlaus á sparkhjóli í leikskólanum: „Endilega verið frek og gerið þessa kröfu á ykkar leikskóla“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 27. ágúst 2018 13:20

Birna Eik Benediktsdóttir lenti í hræðilegri lífsreynslu þegar sonur hennar höfuðkúpubrotnaði einungis tveggja og hálfs árs gamall vegna þess að hann fékk að vera hjálmlaus á sparkhjóli í leikskólanum.

„Svona getur gerst þegar börnin okkar eru hjálmlaus á sparkhjólum í leikskólanum. Sonur minn höfuðkúpubrotnaði þegar hann var tveggja og hálfs árs gamall. Eftir það krafðist ég þess að hann yrði með hjálm á leikskólanum. Öryggisfulltrúar banna oft hjálma á leiksvæðum vegna hengingarhættu ef að börnin fara að klifra og leika sér með hjálmana. En það er hægt að fá hjálma með öryggissmellum sem losna ef það hangir eitthvað í þeim svo þetta ætti ekki að þurfa að vera neitt mál,“ segir Birna í samtali við Bleikt.

Fólk á ekki að þurfa að taka neina sénsa

Birna segir að fólk ætti ekki að þurfa að taka neina sénsa með höfuð barnanna sinna og hvetur fólk til þess að krefjast þess að börnin noti alltaf hjálma í leikskólanum.

„Mér finnst það líka bara borðleggjandi að ef ekki er hægt að bjóða upp á viðeigandi öryggisbúnað að þá á bara ekki að bjóða upp á þessar aðstæður. Þá eiga börn bara að fá að hjóla með foreldrum sínum, ekki á leikskólanum. Endilega verið frek og gerið þessa kröfu á ykkar leikskóla, höfuðkúpubrot er ekkert grín.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir