fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Mæðurnar Hildigunnur og Sandra opnuðu barnafataverslun sem kyngerir ekki fatnaðinn: „Við hvetjum fólk til þess að ögra staðalímyndum kynjanna“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 27. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræður í litríkum fötum – „Við viljum að börnin okkar geti skartað hvaða lit sem er“

Mæðurnar Hildigunnur Borga Gunnarsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir opnuðu nýverið verslunina Regnbogann á Facebook og Instagram. Hildigunnur og Sandra eru báðar nýbúnar að eignast litla stráka og eiga þær það sameiginlegt að vilja klæða þá í alla liti regnbogans og kviknaði hugmyndin að versluninni út frá því.

„Við viljum að börnin okkar geti skartað hvaða lit sem er og þau trúi því seinna meir að þau geti valið sér það sem þeim finnst flottast. Við leyfum þeim að alast upp í umhverfi þar sem allir möguleikar eru opnir og við setjum þau ekki í neitt box,“ segja þær í viðtali við Bleikt.

„Strákarnir okkar eru því oft í bleikum og fjólubláum fötum og í fötum með blómum og glimmeri sem í okkar samfélagi telst bara vera fyrir stelpur. Við tókum eftir því í verslunum hérlendis að þær eru lang flestar kynjaskiptar og stelpudeildirnar eru oft mjög litríkar með pallíettum, glimmeri og fleiru skemmtilegu á meðan strákadeildirnar eru oft mjög daufar í litum, mikið grátt, blátt og brúnt.“

Einnig finnst þeim vöntun á kjólum með til dæmis bílamunstri, risaeðlumunstri og fleiru sem telst vera fyrir stráka.

„Við vildum því opna Regnbogann og bjóða upp á litrík unisex föt og féllum við fyrir nokkrum sænskum fatamerkjum sem eiga dásamlega vel við okkar hugsjón. Við kyngerum ekki fatnaðinn okkar og við hverjum auðvitað fólk til þess að ögra þessum staðalímyndum kynjanna.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.