fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Gunnur svelti sig eftir fæðinguna til þess að grennast: „Við tók rúmlega eitt ár af baráttu við að komast í fyrra form“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 27. ágúst 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Gunnur Björnsdóttir var ólétt af sínu fyrsta barni bætti hún töluvert á sig undir lok meðgöngunnar og þyngdist um tuttugu kíló. Gunnur fann fyrir mikilli vanlíðan eftir fæðinguna og við tók rúmlega eins árs barátta við það að komast aftur í hennar fyrra form.

„Mér leið illa eftir meðgönguna og við tók rúmlega eitt ár af baráttu við að komast í fyrra form sem gekk misvel. Það var ekki fyrr en eftir eins árs afmælið hans Óla sem ég byrjaði að grennast,“ segir Gunnur í færslu sinni um jákvæða líkamsímynd á Mæður.com

Við tók árátta um að grennast

„Við tók viss árátta um að grennast meira og meira og var ég orðin frekar horuð á tíma.“

Þegar Gunnur kynntist svo Almari kærasta sínum áttaði hún sig á því að í hvert skipti sem þau hittust þá spurði hann hana hvort hún væri búin að borða.

„Ég skildi ekki alveg af hverju hann var alltaf að spyrja mig og af hverju hann var með einhverjar áhyggjur. Ég varð oft pirruð yfir þessari afskiptasemi, en málið er að á þessum tíma þá borðaði ég ekkert í fimm daga og gúffaði síðan svoleiðis í mig um helgar. Ég er nokkuð viss um að Almar hafi bjargað mér frá verðandi helvíti en við fórum alltaf eftir vinnu og fengum okkur að borða. Loksins var ég byrjuð að borða reglulega, byrjaði hægt og rólega að bæta á mig og leið loksins vel með líkaman minn. Þangað til ég varð ólétt af Villimey.“

Líður vel með slit og slappa húð

Á seinni meðgöngu Gunnar upplifði hún mikla ógleði og borðaði rosalega mikið fyrstu vikurnar.

„Ég fékk mikinn bjúg, grindargliðnun og varð slæm í húðinni. Mér leið alveg hræðilega á þessari meðgöngu. Ég veit ekki alveg af hverju, en það hefur verið einhver pressa á mér að fæða barn og vera svo í drullugóðu formi eftir á. Ég hef kannski pælt of mikið í öðrum konum sem líta svo æðislega út eftir fæðingu og dreg sjálfa mig niður vegna þess að ég er ekki þannig.“

Eftir fæðingu Villimeyjar ákvað Gunnur að gefa sjálfri sér og líkama sínum, eitt ár til þess að jafna sig áður en hún færi út í einhverjar öfgar.

„Ég vildi bara njóta þess að vera með fjölskyldunni minni. Núna er komið ár síðan ég fæddi og ég er rúmlega tíu kílóum þyngri en ég var fyrir meðgöngu, ég er með slit og slappa húð en mér líður vel. Ég er sátt með mömmu líkamann minn.“

Gunnur segir mikilvægt að hafa jákvæða líkamsímynd.

„Það tók mig bara tuttugu og fimm ár að læra að elska líkama minn. Mitt ráð til þeirra sem eru í þessum sporum er að það liggur ekkert á. Við höfum nægan tíma til þess að komast í form aftur, en við höfum bara þennan smá tíma með börnunum ungum.“

Hægt er að fylgjast með Gunni á Snapchat og Instagram: gunnurbjornsd

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.