fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Foreldrar segja frá því óhugnanlegasta sem börn þeirra hafa sagt – Eru sum börn skyggn?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 27. ágúst 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er stundum haldið fram að lítil börn séu opin í þeim skilningi að þau sjái hluti fyrir sem ekki hafa gerst eða sjái eitthvað, drauga til dæmis, sem við hin sjáum ekki.

Hvað sem slíkum vangaveltum líður skal tekið skal fram að vísindin renna alls engum stoðum undir tilvist drauga en þrátt fyrir það trúa margir á tilvist þeirra og tilvist dulrænna hæfileika eins og skyggnigáfu.

Nýlega var stofnaður þráður á vefnum Mumsnet þar sem mæður, einkum breskar, lýsa því óhugnanlegasta, skuggalegasta eða ótrúlegasta sem börn þeirra hafa sagt. Það var barnaskólakennari sem stofnaði þráðinn og lýsti hún býsna ótrúlegri uppákomu.

„Það var lítil stúlka í bekknum frá Afríku. Hún talaði litla ensku. Einn dag gekk hún að samstarfskonu minni, lagði hendurnar á magann á henni og sagði: „Börn“ áður en hún gekk burt. Síðar kom í ljós að hún var ólétt af tvíburum, hún komst að því nokkrum vikum síðar. Um fimm mánuðum síðar gekk hún að mér, lagði hendurnar á magann og sagði: „Börn“. Nokkrum vikum síðar kom í ljós að ég var ólétt (ekki af tvíburum reyndar).“

Aðrir foreldrar tjáðu sig um reynslu sína. Ein móðir lýsti því þegar sonur vinkonu hennar, fjögurra ára gamall, hitti samstarfskonu hennar. Hann spurði hana, upp úr þurru: „Ertu svona leið af því að tréð féll á manninn?“ Síðar kom í ljós að þessi samstarfskona hafði misst manninn sinn nokkrum árum áður eftir að tré féll á hann. Hún hafði aldrei nefnt þetta eða rætt þetta sérstaklega við drenginn eða nokkurn sem tengist honum.

Önnur móðir sagði að systir hennar, þá fjögurra ára, hafi gengið upp að afa þeirra systra og sagt honum að hún myndi ekki gleyma honum. Nokkrum klukkustundum síðar varð hann bráðkvaddur. Aðrar frásagnir eru draugalegri. Ein segir að systir hennar hafi alltaf látið foreldra sína segja góða nótt við manninn í horninu í svefnherbergi hennar. Vitanlega var enginn maður þar sjáanlegur.

Ein segir að sonur hennar, sem þá var þriggja ára en er tvítugur í dag, hafi einn morguninn vaknað og sagt henni frá skipi sem sökk í ánni Thames fyrir nokkur hundruð árum. „Við hlógum og spurðum hvernig hann vissi af þessu. Þá sagði hann okkur að piltur að nafni Connor hefði sagt þetta við sig.“

„Þegar við gengum á hann sagði hann að Connor væri einhver úr annarri vídd sem kæmi stundum og talaði við hann. Við gúggluðum þetta og komumst að því að það sem drengurinn sagði var satt, þarna hafði skip sokkið og upplýsingarnar um það komu heim og saman við frásögnina.“

Þá snúast aðrar frásagnir um börn sem segjast hafa verið uppi á öðrum tímum, átt aðra foreldra og minnast annarra heimila.

Nánar má lesa um þetta á vef Mail Online eða á vef Mumsnet.

Átt þú, lesandi góður, einhverjar sambærilegar sögur í farteskinu? Ef svo er væri gaman að sjá þær að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.