fbpx
Bleikt

„Hún hringdi í mig og sagðist vera með klamydíu“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 20:30

Sæl,

Ég er ógeðslega fúll út í stelpu sem ég svaf hjá fyrir mánuði síðan. Við hittumst á djamminu og vorum saman eina nótt. Hún sagðist vera á pillunni. Hún hringdi í mig og sagðist vera með klamydíu og að ég gæti verið smitaður. Nú þarf ég að fara í tékk á Húð- og kyn og sitja þar eins og aumingi á ömurlegri biðstofu.

Ég hef verið að spá í að vara félaga mína við þessari stelpu því hún er víst algjör dræsa. Ég vildi að ég hefði verið varaður við henni. Mig langar ekki að upplifa þessa Húð- og kyn niðurlægingu þannig að ég er að spá í hvort ég geti ekki bara sleppt því. Ég hef heyrt að klamydía sé mjög hættuleg fyrir konur en er þetta ekki allt í lagi fyrir stráka? Ég mundi auðvitað nota smokka á hösslinu þangað til þetta er búið.

Takk fyrir mig, Bjarni

Sæll Bjarni

Stoppa hér! Hvar er eiginlega þín ábyrgð í þessu máli? Klamydían gæti allt eins verið komin frá þér. Þú gætir hafa smitað stelpuna en ekki öfugt eins og þú virðist búinn að ákveða. Klamydía hoppar á milli fólks á hraða ljóssins og í Reykjavík er engin leið að rekja smit nema með meiriháttar kortlagningu samfaranets næturlífsins. Vertu heldur þakklátur fyrir ábyrgðina sem stelpan sýnir með því að hringja í þig – það sýnir að henni stendur ekki á sama þó að þú hafir aðeins verið einnarnæturgaman.

Þú neyðist víst til að fara í tékk því að þótt að klamminn smitist álíka hratt og kvef er aðeins erfiðara að losna við hann. Bakteríuna þarf að drepa með sýklalyfi. Ef þú gerir þetta ekki gæti sýkingin grasserað í sáðrásinni þinni og mögulega valdið varanlegum skemmdum. Það er alveg rétt að klamydía getur verið mjög hættuleg fyrir konur og jafnvel valdið ófrjósemi ef látið er hjá líða að meðhöndla sjúkdóminn með réttum lyfjum.

Við verðum að lokum að taka fyrir þetta dræsutal. Mér heyrist þú sjálfur vera passlega lauslátur hösslari. Og þú ert ekkert sérstaklega að spá í smokkana, nema auðvitað núna þegar þig grunar að þú gætir verið með klamma frænda í nærbuxunum. Pillan er ágætis getnaðarvörn en engin sjúkdómavörn og það er á þína ábyrgð að verja þig og þína rekkjunauta með því að nota smokk. Þú ættir að minnsta kosti að gera það um ókomna framtíð á hösslinu ef þér finnst biðstofan á Húð- og kynsvona hrikalega pínleg.

Jæja, drífðu þig nú af stað drengur og hrós til stelpunnar sem hringdi!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“