fbpx
Bleikt

Hitti mömmu sína í BDSM-partíi á Akureyri

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 12:00

Mynd úr partýinu á Akureyri

Gamla fréttin: Hitti mömmu sína í BDSM-partíi á Akureyri

Það var í febrúar árið 2015 sem DV var á staðnum þegar BDSM-námskeið og leikpartí fór fram á Akureyri. Á annan tug tók þátt í viðburðinum, meðal annars mæðgur. Kom það báðum á óvart að hittast á þessum vettvangi. Blaðamaður ræddi við mæðgurnar og sagði móðirin: „Við erum tvær fullorðnar manneskjur og við lítum báðar á þetta eins og hvaða áhugamál sem er. Báðar vorum við mættar til að sækja okkur upplýsingar. Þó að við séum nánar förum við nú ekkert út í smáatriði í kynlífi eða skyldum hlutum. Við getum rætt ýmislegt sem tengist BDSM án þess að fara út í mjög persónulega hluti eða smáatriði um hvað við fílum.“

Það er því óhætt að segja að fólksfæðin á okkar ástkæru fósturjörð skapi oft skemmtilegar aðstæður. Fæst okkar eiga þó líklega eftir að upplifa að hitta mömmu í BDSM-partíi!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“