fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Sigrún Ásta: „Er barnið okkar eftir á og ekki í lagi? Er barnið mitt öðruvísi?“

Mæður.com
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar börnin okkar fæðast fáum við litla bók með þeim, heilsufarsbókina. Aftan á henni er vaxtar- og þroskatafla sem segir okkur að eðlilegast er að barnið okkar fari að hjala á milli 2 og 4 mánaða, sitja 6 til 9 mánaða og tala orð 10 til 13 mánaða.

Þegar við verðum óléttar förum við flestar í bumbuhópa, sem breytast svo í mömmuhópa þegar börnin fæðast. Þar fáum við fréttir af hinum börnunum sem eru farin að hjala, sitja og tala orð.

Kvíðinn var yfirgnæfandi

En hvað þegar barnið okkar er ekki farið að hjala, sitja og tala orð? Er barnið okkar „eftir á“ og ekki í lagi? Er okkur að mistakast sem mæður? Hvað getum við gert? Við gúglum og lesum og sjáum meira um það að barnið á að vera farið að hjala, sitja og tala orð á ákveðnum tíma. Svo lesum við meira og sjáum að öll hin börnin eru löngu farin að hjala, sitja og talað orð, langt áður en „rétti aldurinn“ er kominn.

Ég eyddi miklum tíma í áhyggjur eftir að Alma fæddist. Hún var ekki farin að brosa, og þá sannfærði ég mig um að hún væri einhverf. Þegar hún fór að brosa en ekki hjala sannfærði ég mig um að hún væri mállaus. Kvíðinn var endalaus, hann var yfirgnæfandi.

En vissirðu að barnið þitt er fullkomið? Þótt það fari ekki að tala orð fyrr en 14 mánaða. Vissirðu að barnið þitt þroskast á þeim hraða sem það ætlar sér, þó svo að þú hafir áhyggjur og kennir sjálfri þér um. Barnið okkar er bara lítið einu sinni. Við fáum bara að sjá fyrsta brosið einu sinni og hjálpa því að taka fyrstu skrefin einu sinni. Við viljum njóta þess og eiga góðar minningar af því í stað þess að eyða þessum dýrmæta tíma í áhyggjur. Barnið okkar er fullkomið eins og það er. Elskum það eins og það er.

Að lokum vil ég samt taka það fram að ég hef enga fordóma gagnvart einhverfum, mállausum og öllum öðrum sem falla ekki inn í „normið“.

Færslan er skrifuð af Sigrúnu Ástu og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“