fbpx
Bleikt

Sigrún Ásta: „Er barnið okkar eftir á og ekki í lagi? Er barnið mitt öðruvísi?“

Mæður.com
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 15:00

Þegar börnin okkar fæðast fáum við litla bók með þeim, heilsufarsbókina. Aftan á henni er vaxtar- og þroskatafla sem segir okkur að eðlilegast er að barnið okkar fari að hjala á milli 2 og 4 mánaða, sitja 6 til 9 mánaða og tala orð 10 til 13 mánaða.

Þegar við verðum óléttar förum við flestar í bumbuhópa, sem breytast svo í mömmuhópa þegar börnin fæðast. Þar fáum við fréttir af hinum börnunum sem eru farin að hjala, sitja og tala orð.

Kvíðinn var yfirgnæfandi

En hvað þegar barnið okkar er ekki farið að hjala, sitja og tala orð? Er barnið okkar „eftir á“ og ekki í lagi? Er okkur að mistakast sem mæður? Hvað getum við gert? Við gúglum og lesum og sjáum meira um það að barnið á að vera farið að hjala, sitja og tala orð á ákveðnum tíma. Svo lesum við meira og sjáum að öll hin börnin eru löngu farin að hjala, sitja og talað orð, langt áður en „rétti aldurinn“ er kominn.

Ég eyddi miklum tíma í áhyggjur eftir að Alma fæddist. Hún var ekki farin að brosa, og þá sannfærði ég mig um að hún væri einhverf. Þegar hún fór að brosa en ekki hjala sannfærði ég mig um að hún væri mállaus. Kvíðinn var endalaus, hann var yfirgnæfandi.

En vissirðu að barnið þitt er fullkomið? Þótt það fari ekki að tala orð fyrr en 14 mánaða. Vissirðu að barnið þitt þroskast á þeim hraða sem það ætlar sér, þó svo að þú hafir áhyggjur og kennir sjálfri þér um. Barnið okkar er bara lítið einu sinni. Við fáum bara að sjá fyrsta brosið einu sinni og hjálpa því að taka fyrstu skrefin einu sinni. Við viljum njóta þess og eiga góðar minningar af því í stað þess að eyða þessum dýrmæta tíma í áhyggjur. Barnið okkar er fullkomið eins og það er. Elskum það eins og það er.

Að lokum vil ég samt taka það fram að ég hef enga fordóma gagnvart einhverfum, mállausum og öllum öðrum sem falla ekki inn í „normið“.

Færslan er skrifuð af Sigrúnu Ástu og birtist upphaflega á Mæður.com

Mæður.com
Mæður.com eru sjö ólíkar mömmur; Eva , Fía, Gunnur, Heiðrún , Kristný, Saga og Valgerður sem eiga það allar sameiginlegt að elska að skrifa um allt milli himins og jarðar.
Þið finnið okkur undir:
https://maedur.com
https://www.instagram.com/maedurcom/
Og á snapchat undir maedur.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli