fbpx
Bleikt

Erum við að þvo okkur of oft um hendurnar?

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 11:30

Læknar, foreldrar, kennarar, leiðbeinendur og í raun allir þeir sem hjálpast að við að ala upp og kenna börnum á hreinlæti, minna þau reglulega á það að þvo sér vel um hendurnar. Handþvottur er eitthvað sem við ólumst upp við að gera reglulega og flestum finnst vera sjálfsagður hlutur.

En getur verið að við séum að þvo okkur of oft um hendurnar, og getur það haft slæm áhrif á heilsu okkar?

Það er alveg rétt að handþvottur er mikilvægur fyrir heilsu okkar. Hann getur komið í veg fyrir dreifingu sýkla manna á milli sem er stór liður í því að dreifa ekki veikindum og sjúkdómum. En rannsóknir undanfarin ár hafa hins vegar sýnt að fólk á það til að ganga of langt þegar kemur að handþvotti og spritti sem getur dregið úr viðnámi okkar gegn mikilvægum bakteríum.

Hversu oft eigum við þá í raun og veru að þvo okkur um hendurnar? 

HuffPost fékk svör frá sérfræðingum og greindu frá því að þvo sér um hendurnar á hverjum degi mun ekki drepa góðu bakteríurnar sem eru okkur mikilvægar. En að þvo sér of oft getur verið skaðlegt fyrir okkur.

Góðu bakteríurnar sem búa á húð okkar skolast ekki í burtu með eðlilegum handþvotti, daglegri sturtu eða það að nota handspritt af og til. En þeir sem þvo sér of oft um hendurnar munu á endanum þvo burtu olíuna sem ver húðina okkar. Þegar það gerist geta þeir komist að góðu bakteríunum og þvegið þær í burtu líka.

Þegar fólk þvær sér of oft þá fer húðin að þorna upp og brotna og gefur það slæmum bakteríum auðveldari leið inn í líkama okkar.

Kláði, húð að flagna af, verkir og roði eru allt vísbendingar sem benda til þess að þú sért að þvo þér of oft um hendurnar.

Þeir sem þvo sér reglulega um hendurnar, en húð þeirra lítur samt vel út eru í góðum málum.

Sérfræðingar segja að gott sé að temja sér þá reglu að þvo hendurnar alltaf eftir klósettferðir, þegar þú ert að matreiða og ef þú ert lasin. Þeir segja jafnvel gott að þvo sér um hendurnar áður en komið er við andlit sitt og fyrir kynlíf. Allan handþvott umfram það ætti fólk að nota almenna skynsemi til þess að dæma hvort sér nauðsynlegur eða ekki.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“