fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

9 ráð sem sálfræðingar nota þegar þeim líður illa

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sálfræðingar eru þeir sem hjálpa fólki að takast á við erfiðleika í lífinu. Hvort sem það er kvíði, þunglyndi, áráttuhegðun eða annað erfiðara sem fólk þarf að takast á við, þá er gott að geta leitað til fagmanneskju sem getur leiðbeint fólki um hvernig best sé að takast á við vandamálin.

En sálfræðingar eru líka fólk. Þeir geta að sama sinni lent í því að þurfa að takast á við ýmsa hluti sjálfir. HuffPost ræddi við sálfræðinginn David D. Burns ásamt fleirum um það hvað þeir gera sjálfir þegar kvíði, neikvæðar hugsanir eða annað leitar á þá.

Hér eru 9 ráð sem David ásamt fleiri sálfræðingum nota þegar þeir þurfa að takast á við erfiðar aðstæður:

Notaðu þrjátíu sekúndna regluna:

Ef þér líður eins og verkefni sem þú þarft að gera sé óyfirstíganlegt prófaðu þá að byrja á litlum hluta af því og taktu þér einungis þrjátíu sekúndur í það. Þetta er ótrúlega einfalt ráð en þú finnur fljótlega að þér líður betur og betur með hvert litla verkið sem þú gerir og fljótlega finnst þér verkefnið ekki óyfirstíganlegt lengur.

Andaðu djúpt:

Þetta er elsta ráðið í bókinni. Að draga andan djúpt í nokkur skipti hefur áhrif á taugakerfi okkar og getur hjálpað til við að hægja á hjartslætti og blóðþrýstingi. Byrjið á því að tæma allt loft úr lungunum og haldið niðri í ykkur andanum í 1-2 sekúndur. Andið svo djúpt inn á meðan þið teljið upp á 7 í huganum og þenjið út brjóstkassann, haldið svo loftinu inni í um 7 sekúndur. Blásið svo loftinu út í um 14 sekúndur. Endurtakið í tíu skipti. Best er að vera sitjandi og með augun lokuð.

Leyfðu þér að líða illa:

Það getur hljómað vel að bæla niður reiðina en með því gerir þú engum greiða. Í staðin skalt þú leyfa þér að finna allar þær tilfinningar sem brjótast um í þér. Ef þú lokar á tilfinningar þínar getur þú verið að gera stöðuna enn verri. Það er enginn ástæða til þess að líða illa yfir því að líða illa. Að takast á við neikvæðar tilfinningar er hluti af því að geta liðið betur. Það hjálpar okkur að læra af þeim og að komast yfir þær.

Hættu því sem þú ert að gera og segðu einn jákvæðan hlut um sjálfa/n þig:

Það er mjög auðvelt að detta í það að dæma sjálfan sig á neikvæðan hátt, sérstaklega þegar fólk er í vondu skapi. Svo þegar þú hefur áttaði þig á því að þér líður illa prófaðu þá á því að stoppa og hugsa um að minnsta kosti einn jákvæðan kost um sjálfan þig. Sérstaklega ef ástæðan fyrir því að þér líður illa er vegna mistaka sem þú hefur gert, þá er þessi æfing mjög góð til þess að átta sig á því að ekki allt sem við gerum er neikvætt.

Spurðu sjáfa/n þig hvað þú ættir að gera næst og gerðu það svo:

Þú mættir kannski of seint í vinnuna og áttar þig fljótlega á því að þú ert með kaffiblett framan á skyrtunni. Þú gætir orðið pirruð/aður út af klaufaskap í sjálfri þér. Það besta sem þú getur gert er að velta því fyrir þér hvað þú ættir að gera næst. Er það gott fyrir þig að eyða öllum deginum reiður út í sjálfan þig? Nei. Vilt þú vera hamingjusöm/samur restina af deginum? Já. Kannski þarft þú þá bara að hringja í vin og spjalla eða jafnvel fara fyrr að sofa um kvöldið. Taktu ákvörðun um næsta skref og framkvæmdu það.

Farðu í göngu:

Þú þarft jafnvel ekki að ganga neitt mjög langt, farðu bara út. Það að anda að sér fersku lofti og vera úti hefur mikil áhrif á skap okkar. Veldu þér hreyfingu sem þú hefur áhuga á. Það getur verið jóga, brennsluæfing eða jafnvel bara stuttur göngutúr um hverfið þitt. Það mun hafa áhrif á skapið þitt. Töfravopnið er svo að gera þetta án símans þíns.

Finndu þér mottó sem virkar á þig:

Það getur verið einföld setning eða hugsun sem þú átt auðvelt með að muna. Til dæmis : „Ég veit að ég á erfitt einmitt núna en ég veit líka að öllum líður svona á einhverjum tímapunkti. Ég verð því kannski góð við mig í dag og man að ég er örugg og í lagi.“

Dansaðu:

Kveiktu á tónlist sem þú elskar og dansaðu eins og enginn sé að horfa. Notaðu allan líkamann og gerðu nákvæmlega það sem þú vilt. Ímyndaðu þér að öll neikvæðni hverfi úr líkamanum í gegnum fingurna á meðan þú hreyfir þig.

Leiktu við hvolp eða annað dýr:

Að eyða tíma með hundi, ketti eða öðru dýri getur verið róandi og komið þér í betra skap.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.