fbpx
Bleikt

Himnesk vegan súkkulaðimús að hætti Laufeyjar Ingu

Vynir.is
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 10:00

Það er alltaf tími fyrir súkkulaði að mínu mati, á góðum og slæmum tímum og ef þú ert ekki sammála mér þá getum við því miður ekki verið vinir (nema þú gefir mér alltaf þinn skammt af súkkulaði). Hérna langar mér að deila með ykkur uppskrift af himneskri vegan súkkulaðimús. Ef orðið vegan hræðir þig þá get ég fullvissað þig um að hún gefur venjulegri súkkulaðimús ekkert eftir!

Hráefni :

2 lárperur

1/2 bolli kókosrjómi

1/3 bolli kókosmjólk

1/2 bolli + 2 msk sykur

1/4 tsk salt

1/2 bolli + 2 msk kakó

tsk vanilludropar

Aðferð :

Öll hráefni eru sett í blandara eða matvinnsluvél og blandað þar til blandan er orðin silkimjúk. Þá er músin tilbúin en það er mjög gott ef hún fær að standa í ísskáp í klukkutíma eða svo. Gæti varla verið einfaldara.

Mér finnst æðislegt að pimpa hana upp stundum, ef ég er í stuði fyrir það og set hérna fyrir neðan nokkrar mismunandi hugmyndir af útfærslu.

Fyrir ferskari útgáfu er gott að setja 1/4 piparmyntudropa með í blandarann/matvinnsluvélina og skreyta svo með ferskri myntu.

Fyrir sælkera útgáfu er geggjað að hella yfir karamellusósu af eigin vali og strá sjávarsalti yfir.

Fyrir klassísku útgáfuna mæli ég með að bera hana fram mér þeyttum rjóma og ferskum berjum, klárlega mitt uppáhalds.

Færslan er skrifuð af Laufeyju Ingu og birtist upphaflega á Vynir.is 
Hægt er að fylgjast með Laufeyju á Instagram: lobbzter

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir