fbpx
Bleikt

Heiðrún Gréta: „Af hverju er það talið undarlegt þegar feður eru einir með börnin sín en ekki mæðurnar?“

Mæður.com
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 19:00

Mynd: Everydayfamily.com

Ég er mamma númer 1,2 og 3 alla daga, en ég er líka eiginkona, vinkona, dóttir, systir, frænka og starfsmaður.

Ég vinn átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Ég kem heim, geri mitt besta til þess að hugsa um heimilið mitt og fjölskylduna mína.

Helgunum mínum eyði ég með börnunum mínum og manninum mínum við allskonar athafnir. Við förum ýmist út á róló, í sund, fáum okkur ís, förum út að leika, í dýragarðinn eða eyðum deginum í afslöppun heima. Bökum þá kannski og horfum á skemmtilega mynd, málum, púslum og fleira.

Hann er pott þétt einstæður greyið maðurinn

Maðurinn minn vinnur álíka mikið og ég, ef ekki meira. Hann vinnur dagvaktir, kvöldvaktir og næturvaktir til skiptis og þegar hann er ekki að vinna hugsa hann um fjölskylduna sína og heimilið.

Oft fer maðurinn minn með yngsta son okkar út á meðan ég er að vinna og dóttir okkar er í leikskóla. Þeir eyða deginum saman, fara í göngutúr eða jafnvel í verslunarferð. Í fjölmörgum tilfellum þegar maðurinn minn er einn með börnin, heyrir hann út undan sér í fólki furða sig á því hvar móðir barnsins sé. Hversu skelfilegt það hlýtur að vera að hafa ekki mömmu sína hjá sér allan daginn. Ætli það sé eitthvað að heima hjá þeim? Hann er pottþétt einstæður greyið maðurinn. Hvernig ætli hann fari að því að vera einn með svona ungt barn?

Í fyrsta lagi þá er árið 2018 og finnst mér þessi hugsun mjög gamaldags. Þótt við séum foreldrar þá þýðir það ekki að það sé það eina sem við ættum að gera. Það að vera foreldri er gefandi starf sem hægt er að sinna 100% þó svo maður sé útivinnandi líka.

Pabbarnir eru jafn færir og mömmurnar

Í öðru lagi, af hverju er það talið undarlegt þegar feður eru einir með börnin sín en ekki mæðurnar? Pabbarnir eru alveg jafn færir og duglegir og mömmurnar og finnst mér þeir oft ekki fá nægilegt kredit fyrir það. Þetta eru þeirra börn líka. Það ætti ekki að teljast skrítið í dag að sjá pabba einan á vappi með börnin sín.

Af hverju á það samt að vera auðveldara fyrir konu að vera einstæð með barn?

Ég tek ofan af fyrir öllum foreldrum, hvort sem þeir eru heimavinnandi eða úti á vinnumarkaði, einstæðir eða ekki.

En sérstaklega langar mig að hrósa mönnunum okkar, pabbar þið standið ykkur vel.

Færslan er skrifuð af Heiðrúnu Grétu og birtist upphaflega á Mæður.com

Mæður.com
Mæður.com eru sjö ólíkar mömmur; Eva , Fía, Gunnur, Heiðrún , Kristný, Saga og Valgerður sem eiga það allar sameiginlegt að elska að skrifa um allt milli himins og jarðar.
Þið finnið okkur undir:
https://maedur.com
https://www.instagram.com/maedurcom/
Og á snapchat undir maedur.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Í gær

Barnalæknar vara foreldra við notkun göngugrinda fyrir börn

Barnalæknar vara foreldra við notkun göngugrinda fyrir börn
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Átta týpur af geirvörtum – Hvaða týpu ert þú með?

Átta týpur af geirvörtum – Hvaða týpu ert þú með?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eva Rún var ósátt við nýja pabba sinn: „Mér fannst hann ekkert eiga að skipta sér af mér og mínu lífi“

Eva Rún var ósátt við nýja pabba sinn: „Mér fannst hann ekkert eiga að skipta sér af mér og mínu lífi“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þórey hefur barist lengi við kvíða: „Við erum manneskjur sem reynum að lifa af í samfélagi nútímans“

Þórey hefur barist lengi við kvíða: „Við erum manneskjur sem reynum að lifa af í samfélagi nútímans“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt myndband af því sem Katrín Jakobs talaði um í gær: Barn hvolfir í sundlaug á meðan móðirin er í símanum

Óhugnanlegt myndband af því sem Katrín Jakobs talaði um í gær: Barn hvolfir í sundlaug á meðan móðirin er í símanum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

„Ég sá enga aðra leið úr þessu ástandi en að gleypa hálfan pilluskápinn og binda snöru á ljósakrónuna“

„Ég sá enga aðra leið úr þessu ástandi en að gleypa hálfan pilluskápinn og binda snöru á ljósakrónuna“