fbpx
Bleikt

Ari Eldjárn fór að gráta í viðtali með föður sínum: „Gerði mitt besta til að stela athyglinni“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 12:45

Ari Eldjárn birtir skemmtilega færslu á Facebook þar sem hann óskar föður sínum, Þórarni Eldjárn til hamingju með 69 ára afmæli. Ara Eldjárn þarf vart að kynna en hann er okkar fremsti uppistandari og faðir hans Þórarinn eitt þekktasta og besta skáld þjóðarinnar. Hefur Ari síðustu vikur og mánuði einnig slegið í gegn á erlendri grundu. Telja þeir sem þekkja til í þessum bransa að hann eigi eftir að verða heimsfrægur hafi hann áhuga á því.

En aftur að kveðjunni. Ari sendir föður sínum, skáldinu Þórarni Eldjárn afmæliskveðju á Facebook og birtir þar skemmtilegt myndband. Viðtalið er tekið árið 1982 þar sem fjallað var um Halldór Laxness. Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir rabbar þar við Þórarinn. Ari situr í fangi föður síns með pelann og er heldur ósáttur við að þurfa að taka þátt í viðtalinu og á endanum brestur hann í grát. Ari segir um myndskeiðið:

Hér má sjá brot úr fyrsta viðtalinu sem við fórum í saman en það var árið 1982 í sjónvarpsþætti um Halldór Laxness og gerði ég að sjálfsögðu mitt besta til að stela athyglinni. Það eru ekki allir sem púlla það að ræða bókmenntir í Sjónvarpinu og sinna á sama tíma trítilóðum syni sínum (sem hefur lítið róast með árunum) en stóíska góðmennið róar mig þarna af sinni alkunnu yfirvegun líkt og hann gerir enn þann dag í dag. Til hamingju með afmælið elsku pabbi!

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir