fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Lögreglukonu hrósað eftir að hún gaf ókunnugu barni brjóst

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Celeste Ayala var að vinna á Sor Maria Ludovica barnaspítalanum í Buenos Aires þegar sex börn komu inn á spítalann í fylgd barnaverndaryfirvalda.
Yngsta þeirra, sex mánaða drengur var skitugur og hágrátandi.

Þegar Ayala heyrði að hann væri vannærður bauðst hún til að gefa honum brjóst.

Einn af fulltrúum barnaverndar samþykkti það og Ayala tók drenginn í fangið.

„Ég tók eftir að hann var svangur, að hann var að setja hendina í munninn. Svo ég bauðst til að hugga hann og gefa honum brjóst,“ segir Ayala sem sjálf er nýlega orðin móðir. „Þetta var svo sorglegt, ég fann svo til með honum.“

„Samfélagið ætti að vera meðvitað um vandamál barna, þetta getur ekki haldið áfram að gerast.“

Mynd af Ayla og barninu, sem annar lögreglumaður tók og setti á Facebook, hefur verið deilt 112 þúsund sinnum og fengið fjölda „like-a“ og athugasemda.
Segir hann að með myndinni hafi hann viljað sýna opinberlega þessa miklu ást sem hann varð vitni að.

„Þér var sama þó hann væri skítugur og illa lyktandi.“

Nokkrum dögum eftir að myndin birtist gaf lögreglustjórinn Cristian Ritondo Ayala stöðuhækkun.

„Við vildum þakka þér persónulega fyrir þá skilyrðislausu ást sem þú sýndir sem dugði til að róa barnið.“

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.