fbpx
Bleikt

Lögreglukonu hrósað eftir að hún gaf ókunnugu barni brjóst

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 09:15

Celeste Ayala var að vinna á Sor Maria Ludovica barnaspítalanum í Buenos Aires þegar sex börn komu inn á spítalann í fylgd barnaverndaryfirvalda.
Yngsta þeirra, sex mánaða drengur var skitugur og hágrátandi.

Þegar Ayala heyrði að hann væri vannærður bauðst hún til að gefa honum brjóst.

Einn af fulltrúum barnaverndar samþykkti það og Ayala tók drenginn í fangið.

„Ég tók eftir að hann var svangur, að hann var að setja hendina í munninn. Svo ég bauðst til að hugga hann og gefa honum brjóst,“ segir Ayala sem sjálf er nýlega orðin móðir. „Þetta var svo sorglegt, ég fann svo til með honum.“

„Samfélagið ætti að vera meðvitað um vandamál barna, þetta getur ekki haldið áfram að gerast.“

Mynd af Ayla og barninu, sem annar lögreglumaður tók og setti á Facebook, hefur verið deilt 112 þúsund sinnum og fengið fjölda „like-a“ og athugasemda.
Segir hann að með myndinni hafi hann viljað sýna opinberlega þessa miklu ást sem hann varð vitni að.

„Þér var sama þó hann væri skítugur og illa lyktandi.“

Nokkrum dögum eftir að myndin birtist gaf lögreglustjórinn Cristian Ritondo Ayala stöðuhækkun.

„Við vildum þakka þér persónulega fyrir þá skilyrðislausu ást sem þú sýndir sem dugði til að róa barnið.“

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?