fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Þegar hún hætti í megrun gerðust ótrúlegir hlutir

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 20. ágúst 2018 21:30

Dell Farrell hafði reynt nánast allt til að léttast Í toppformi Dell Farrell ákvað að hætta í megrun. Þá fóru hlutirnir að gerast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dell Farrell hafði reynt allt til að léttast. Eða það hélt hún. Hún prófaði svokallaðar megrunarpillur og megrunardrykki auk þess að drekka sítrónuvatn og innbyrða cayenne-pipar í óhóflegu magni, allt án nokkurs sýnilegs árangurs. Hún bókstaflega þoldi ekki sjálfa sig fyrir að geta ekki lést og var komin að þolmörkum andlega og líkamlega. Þessi umfjöllun birtist áður á DV en er nú endurbirt á á Bleikt.

Dell Farrell, sem er frá Queensland í Ástralíu, var 69 kíló og var fituprósenta hennar 33 prósent þegar hún ákvað að nú væri nóg komið. Hún hætti í megrun og þá tók útlit hennar stakkaskiptum.

Fyrir Farrell hafði reynt ýmislegt til að léttast.

Farrell segir í viðtali við Daily Mail að hún hafi stundað hestamennsku af kappi á sínum yngri árum. Þegar hún flutti að heiman til að stunda háskólanám hafi hún hætt því og hreyft sig minna. „Ég var í kvöldskóla og borðaði bara það sem mér hentaði og drakk kók eða kaffi. Ég vakti oft fram eftir og mataræðið var lélegt,“ segir hún.

Farrell þyngdist og þó hún hafi reynt ýmislegt til að léttast virtist ekkert bera árangur. „Á sama tíma og ég innbyrti 1.200 hitaeiningar á dag lagði ég stund á Muay Thai og CrossFit, en samt léttist ég ekki. Ég gat ekki sofið, var stressuð og þoldi ekki sjálfa mig fyrir að geta ekki lést,“ segir hún og bætir við að hún hafi ákveðið að kynnast líkama sínum betur, eins og hún orðar það. Hún hafi farið á einkaþjálfaranámskeið en þar hafi verið hamrað á því fornkveðna; að kolvetni sé fitandi, sneyða eigi hjá öllum sykri og prótein ætti að innbyrða á tveggja til fjögurra tíma fresti allan daginn.

Farrell fór að lesa sér meira til um mataræði og ákvað að prófa það sem í fljótu bragði virðist vera svo sjálfsagt; fjölbreytta fæðu, líka sykur, kolvetni og fitu. „Þegar fólk klippir alveg á sykur hefur það tilhneigingu til að innbyrða fituríkari mat með fleiri hitaeiningum. Þegar ég breytti mataræði mínu gat ég borðað allt svo lengi sem ég passaði að borða alltaf ákveðið mikið af prótínum, kolvetni og fitu á hverjum degi,“ segir hún og bætir við að þannig hafi hún getað fengið sér ís eða annað góðgæti án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum.

Farrell segir að ferlið hafi verið hægt og það hafi tekið hana langan tíma að komast í það form sem hún vildi vera í. Hún hélt áfram að leggja stund á CrossFit og Muay Thai og komst með tímanum í frábært form. „Ég fór að lyfta þungum lóðum fjóra daga í viku. Þá daga sem ég lyfti ekki fór ég út að ganga eða í fjallgöngu,“ segir hún.

Nú, tveimur árum síðar, er Farrell fimmtán kílóum léttari og er fituprósenta hennar komin niður fyrir tuttugu prósent. „Ég hlakka til að mæta á æfingar á hverjum degi því það er það sem gefur mér orku,“ segir hún.

Svona er best að koma þér í form

Nokkur góð ráð frá Dell Farrell

  1. Lyftu þungu

Farrell segir að áður fyrr hafi hún verið feimin við að lyfta þungum lóðum þar sem hún var hrædd um að verða of mössuð. Það reyndist ekki á rökum reist enda er Farrell í toppformi.

  1. Góðir hlutir gerast hægt

Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla sér að sigra heiminn á einum degi. Farrell segir að hún hafi gefið sér góðan tíma til að koma sér í betra form. Hún segist hafa tileinkað sér eina nýjung á hverjum degi.

  1. Borðaðu kolvetni

Kolvetni gefa þér orku sem þú getur notað til góðra hluta í ræktinni.

Dæmigerður matseðill

Þetta borðar Dell Farrell

Morgunmatur: Kornmeti eða hafrar (hafragrautur) með fitulítilli mjólk. Kalt kaffi.

Morgunsnarl: Ávextir

Hádegismatur: Búrrító

Kvöldmatur: Kjúklingur eða fiskur með sætum kartöflum eða venjulegum kartöflum

Eftirréttur/kvöldsnarl: Frosin jógúrt

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.