fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Sigga Dögg lenti í hrikalega vandræðalegu augnabliki á Bessastöðum – „Svo fattaði ég hvað ég hafði sagt. Ég DÓ“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 20. ágúst 2018 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á það til að segja svo vandræðalega hluti við fólk að það er SKELFILEGT. Í gær gerðist eitt slíkt atvik.“ Þetta segir Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg. Á Facebook-síðu sinni greinir hún frá því að fjölskyldan hafi í tilefni Menningarnætur heimsótt Bessastaði. Þangað hafði Sigga Dögg aldrei komið og var fjölskyldan afar spennt.

„Ég hinsvegar var óundirbúin fyrir það að forseti vor og frú myndu taka á móti okkur við dyrnar. Auðvitað er það mjög Guðna-legt en ég bara var eitthvað ekki með hugann við það,“ segir Sigga Dögg og bætir við: „Ég kemst inn án þess að valda miklum skaða. Sagði bara hæ og takk fyrir og tók í höndina á manninum og konunni hans. Lífið var gott. Bessastaðir voru baðaðir í sól og roki og allt mjög smart þarna inn.“

Eftir að hafa skoðað Bessastaði var komið að því að kveðja. Þá fyrst hófust vandræðin.

„Ég ætlaði varla að trúa að við hefðum komst í gegnum allt húsið án þess að eitthvert barnanna hefði ullað á forsetann, pissað á teppið, eða gubbað á Kjarvalsverk. En allt kom fyrir ekki og við undirbjuggum okkur fyrir það að spígspora útí sólina. Guðni kvaddi fólk líka.“

Sigga Dögg tók eftir að gestir óskuðu hver á fætur öðrum að fá mynd af sér með forsetanum en Guðni tekur alltaf vel í slíkt. Sigga Dögg hugsaði með sér þar sem ferðin hafði nú gengið stórslysalaust fyrir sig væri nú kannski óhætt að biðja Guðna um að sitja fyrir með börnunum hennar.

Börnin vilja ekki vera á mynd með forsetahjónunum […] En drengurinn lætur til leiðast, þegar ég dreg hann á eftir mér. Og ég segi: „Veistu Guðni, hann Henry minn er alltaf að klæða þig úr fötunum á daginn? Já það er í uppáhaldi að klæða forsetann í og úr. Sko Henry, sjáðu, í dag er lopapeysudagur hjá forsetanum…“

Sigga Dögg bætir við: „Svo fattaði ég hvað ég hafði sagt. Ég DÓ.“

Sigga Dögg átti þar vitanlega við að sonur hennar væri með dúkkulísu útgáfu af Guðna á leikskólanum. Þar gæti sonur hennar skipt um föt á Guðna. Sigga Dögg segir:

„Eins og ég sé heimsins mesti perri með nakinn Guðna heima hjá mér að láta börnin mín klæða hann upp sem bara hvað? allskonar?“ segir Sigga Dögg og bætir við: „Nú get ég kysst þessa fálkaorðu útí vindinn!“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.