fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Dóttir Sigríðar fær reglulega alvarlega hitakrampa: „Þrátt fyrir að ég hafi unnið með flogaveikum þá er allt annað að sjá barnið sitt svona“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 20. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Týpísk nótt hjá þeim mæðgum þegar Sigrún er með hita – Þorir ekki öðru en að mæla hana reglulega

Dóttir Sigríðar Elsu Álfhildardóttur fékk fyrsta hitakrampann sinn þegar hún var einungis eins og hálfs árs gömul. Sigríður og kærasti hennar Kjartan gerðu sér ekki grein fyrir því hvað hefði komið fyrir dóttur þeirra fyrr en fjórum mánuðum síðar þegar atvikið endurtók sig.

„Ég var stödd erlendis í október síðast liðinn en kærasti minn hringir í mig og lætur mig vita að hún hafi fengið mjög stuttan skjálfta. Hún var mikið veik en jafnaði sig fljótlega. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta var hitakrampi og varð hún síðan ekkert veik aftur fyrr en í febrúar á þessu ári,“ segir Sigríður Elsa í viðtali við Bleikt.

Áttaði sig á því að eitthvað mikið var að

Það var í þeim hitakrampa sem Sigríður áttaði sig á því að eitthvað mikið amaði að Sigrúnu Klöru, dóttur sinni.

„Ég lá í sófanum með hana í teppi að horfa á teiknimyndir þegar hún linast öll, missir meðvitund og hendur hennar og haus fara að rykkjast til. Ég var með símann í hendinni og hringdi á neyðarlínuna þar sem ég fékk æðislega aðstoð sem var mér mjög nauðsynleg. Þrátt fyrir það að ég hafi unnið með flogaveikum og hafi alltaf verið pollróleg í þeim kringumstæðum þá gjörsamlega fríkaði ég út því það er allt annað að sjá barnið sitt svona.“

Á meðan maðurinn í símanum leiðbeindi Sigríði var sendur af stað sjúkrabíll til þeirra mæðgna.

„Hann kom fljótlega og á meðan var mér leiðbeint að klæða stelpuna úr og kæla hana með blautum þvottapoka sem og róa sjálfa mig. Svo dó síminn minn rétt áður en sjúkrabíllinn kom. Ég heyrði síðan á skyndihjálparnámskeiði um mánuði seinna að passa alltaf upp á það að síminn sé hlaðinn því maður veit aldrei hvað gerist, og ég get svo sannarlega vottað fyrir það.“

Þarf að nota hæsta leyfilega skammt af hitalækkandi lyfjum

Sigrún mældist rétt undir 41 gráðu í sjúkrabílnum og hafði hún því rokið hratt upp í hita þar sem Sigríður hafði mælt hana skömmu áður með 38 gráður.

„Hún er rannsökuð og okkur tjáð að þetta væri hitakrampi sem við höfðum heyrt eitthvað örlítið af. Við gerðum okkur svo grein fyrir því að fyrsti skjálftinn sem hún fékk í október hafði verið hitakrampi líka.“

Það er svo í júní á þessu ári sem Sigrún fær hita aftur og áhyggjur foreldranna jukust.

„Stressið byrjar og við förum að mæla hana reglulega og gefa henni stíla. Hún þarf yfirleitt að nota eins mikið af verkja- og hitalækkandi lyfjum og leyfilegt er. Við erum síðan að sofna rétt um miðnætti þegar hendur hennar byrja skyndilega að kippast til. Þetta minnti mig óneitanlega á krampa en þetta stóð mjög stutt yfir og hún var með rænu á meðan. Sigrún sofnar aftur rétt fyrir klukkan eitt en stuttu síðar fær hún aftur hitakrampa þar sem hún datt út og rykktist öll til. Þessi hitakrampi stóð yfir í meira en mínútu.“

Heyrði dóttur sína taka andköf vegna krampa

Sigríður og kærasti hennar brugðu strax á það ráð að kæla dóttur sína niður en gekk það ekki vel.

„Hún mældist með um 39 stiga hita en hún hafði einnig haft hann um klukkutíma áður. Nóttin einkenndist svo af því að mæla hana reglulega og vera kvíðin. Við ákváðum að heyra í lækni um morguninn og tilkynnti ég að hún hefði fengið tvo krampa. Það á alltaf að tilkynna hitakrampa.“

Dagurinn gekk vel fyrir sig og var hiti Sigrúnar lægri en áður.

„Um sjö leitið er hún að horfa á teiknimynd og ég skrepp í tölvuna í næsta herbergi. Nokkrum mínútum seinna heyri ég andköf sem ég þekki vel úr starfi mínu en oft missir fólk andann þegar það fer í krampa. Ég hleyp til hennar og sé að hún er í krampa, sængin var yfir henni sem var allt of þykk og ég stend þarna yfir henni og veit að ég get lítið gert nema að bíða eftir því að krampinn klárist. Ég tók hana upp en ég hefði átt að setja hana á hlið á meðan hún var í krampanum.“

Vill deila reynslu sinni

Sigríður fór þá með dóttur sína út og reyndi að kæla hana niður en hitinn lækkaði þó ekki.

„Það var um hálftíma seinna þegar hitinn hennar fór loksins að lækka og þá hringdi ég í vakthafandi lækni og lét hann vita. Honum fannst þrír krampar frekar mikið á stuttum tíma svo hann vildi skoða hana. Við blóðprufu sést að hún er með bakteríusýkingu og röntgenmynd leiddi svo í ljós að hún var með lungnabólgu. Í kjölfarið fékk hún tveggja daga dekur á sjúkrahúsinu og var svo send í heilalínurit suður sem ekkert kom út úr.“

Sigríður, sem sjálf er að læra sjúkraliðann ákvað sjálf að afla sér eins mikilla upplýsinga og hún gat um hitakrampa og stofnaði að lokum síðu á Facebook fyrir foreldra sem eiga börn með hitakrampa.

„Ég hékk inn á alþjóðlegri síðu um hitakrampa á Facebook sem mér þótti mikil hjálp. Sérstaklega andlega. Ég ákvað í kjölfarið að stofna íslenska hitakrampa síðu á Facebook með upplýsingum frá landlækni, doktor.is og nhs.uk. Sjálfri finnst mér þægilegt að hafa andlegan stuðning og að geta deilt reynslu. Ég tala alveg gegn því að gefa læknisráð á netinu en við getum alltaf deild því hvað við höfum gert í svipuðum aðstæðum.“

Til þess að finna síðu Sigríðar um hitakrampa er hægt að ýta hér. 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.