fbpx
Bleikt

Disa var skömmuð af ókunnugri konu fyrir að gefa brjóst: „Eiginmaður hennar og sonur áttu ekki að þurfa að sjá brjóstin mín út um allt“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 20. ágúst 2018 15:10

Konur hafa í dágóðan tíma barist fyrir því að brjóstagjöf hætti að vera „taboo“. Að konur geti gefið barni sínu að borða hvar og hvenær sem er án áreiti frá öðrum. Því það er jú, ekkert eðlilegra heldur en það að ungabarn fái sér að borða þegar það er svangt.

Hefur liðið eins og ómögulegri móður í marga daga

Kona að nafni Disa Sweet lenti á dögunum í miður skemmtilegri reynslu þegar hún ákvað að gefa barni sínu brjóst.

„Til óöruggu konunnar hjá Walmart sem fannst hún knúin til þess að koma til mín og segja mér það að ég þyrfti að fela brjóstagjöf mína þar sem eiginmaður hennar og sonur eiga ekki að þurfa að sjá brjóstin mín út um allt. Ég vill að þú vitir að ég hef gert allt sem ég get undanfarna tíu daga, gengið í gegnum svo mikinn sársauka til þess að geta gefið dóttur minni brjóst því það er henni fyrir bestu. Ég hef grátið í margar nætur á meðan ég reyni að hjálpa dóttur minni að ná almennilegu taki á brjósti mínu og mér hefur liðið eins og ómögulegri móður að bíða eftir því að mjólkin komi almennilega,“ segir Disa í færslu sinni á Facebook.

Er að reyna sitt besta

„Ég var með teppi yfir okkur en ég átti erfitt með að hjálpa henni að ná taki á brjóstinu og ég veit að þú gast séð óþolinmæði mína. Kannski ættir þú bara að kenna eiginmanni þínum að vera ekki svona hræðilegur og syni þínum að þetta sé hin eðlilega leið til þess að gefa barni að borða.“

Disa segist vorkenna konunni að vera svo óörugg og að henni skuli líða svona illa.

„En ég er að gera mitt besta og ég mun aldrei ala barnið mitt upp þannig að það eigi að skammast sín fyrir að reyna sitt besta. Ég vona að þú sjáir þessi skilaboð og skiljir að ég er bara mamma að reyna mitt besta. Alveg eins og þú.“

Disa endar svo söguna á því að taka það fram að hún var ekki einu sinni inni í búðinni þegar atvikið átti sér stað, heldur sat hún aftur í bílnum sínum.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir