fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Aníta Rún eignaðist barn 16 ára: „Það er enginn heimsendir að eignast barn ung, þó það sé ekki ákjósanlegasti valkosturinn“

Vynir.is
Mánudaginn 20. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég eignaðist mitt fyrsta barn mjög ung, ég var ekki nema 16 ára gömul. Var ég tilbúin? Nei ég get ekki sagt það. Tókst mér þetta þrátt fyrir að vera ekki tilbúin? Svarið er mjög einfalt. Já. Mér tókst þetta.

Þrátt fyrir að ég fengi að heyra það oft að ég væri allt of ung til að eignast barn og fólk hefði litla sem enga trú á mér með þetta lét ég það ekki á mig fá. Eina sem ég þurfti var að ég hafði sjálf trú á mér, það var nóg fyrir mig.

Dóttir mín fæddist í apríl 2014.
Ég var 16 að verða 17 ára. Í fyrstu hefði mér mátt ganga betur, mér fannst ég vera að klúðra öllu í þessum heimi sem tengdist móðurhlutverkinu. En þegar ég horfi til baka átta ég mig á því að ég hlýt að hafa verið með fæðingarþunglyndi.

Lífið er ekki alltaf dans á rósum

En í dag fjórum árum seinna lít ég á tíman okkar saman sem algjört ævintýri.

Oft á tíðum hefði ég mátt standa mig betur – og trúiði mér, ég veit það. En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Maður fer í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Ég er nokkuð viss um að það að engin móðir sé fullkomin. Við gerum allar mistök, en ég hugsa alltaf að mistökin séu til að læra af þeim. Það er enginn heimsendir að eignast barn ung. Þó það sé ekki ákjósanlegasti valkosturinn.

Í dag horfi ég á þessa fullkomnu stelpu, sem ég skapaði. Ég sé svo mikið af mér í henni.
Hún er alveg eins og pabbi sinn í útliti, en i hvert skipti sem ég horfi á hana sé ég svo mikla eftirlíkingu af mér að það er næstum því ekki fyndið.
Hún er mesti húmoristi sem ég hef kynnst, hláturinn hennar smitar ósjálfrátt út frá sér. Þessi einlægi og innilegi hlátur gleður alla í kring,
hún er líka mjög uppátækjasöm. Mér sem móðir hennar finnst það ekkert alltaf fyndið í fyrstu. En um leið og ég sé það frá hennar sjónarhorni verður það ósjálfrátt fyndið.

Ég er mjög þakklát fyrir það að hún kom svona fljótt inn í líf mitt, án hennar væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Mér finnst ég ekki hafa misst af neinu þó ég hafi átt hana svona ung, bara alls ekki. Ég eignaðist mína allra bestu vinkonu þegar hún fæddist.

Elsku Bríet Erna. Takk.

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund, Árný Hlín, Svandís Þóra & Sigurrós Ösp.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.