fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Íslenskar mæður opna sig um raunveruleika foreldrahlutverksins: „Í gær tók ég kúkableyju með mér alla Reykjanesbrautina því ég gleymdi að henda henni a leiðinni út úr húsi“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 18. ágúst 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrahlutverkið getur verið snúið. Það telst nokkuð líklegt að lang flestir foreldrar vilja gera sitt allra besta þegar kemur að því að ala upp afkvæmi sitt en það sem ekki allir vita, er hversu ótrúlega erfitt það getur verið.

Þegar von er á nýju barni fyllast flestir tilhlökkun fyrir nýju hlutverki og fá oft á tíðum góðar ráðleggingar frá þeim sem þegar eru orðnir foreldrar, um hverju það megi búast við. Það eru þó oft á tíðum ekki alltaf alveg hreinskilin svör. Blaðakona Bleikt fór á stúfana og bað nokkrar mæður um algjörlega heiðarleg svör sem þær myndu gefa tilvonandi foreldrum án allrar sykurhúðar og stóðu viðbrögðin ekki á sér:

Heiðarleg ráð um foreldrahlutverkið:

„Sorry, en þegar fólk segir að fæðing sé fallegur hlutur þá langar mig að æla! Það er ekkert fallegt við að rassgatið á manni breytist í 8 blaða rós sem aldrei lagast og stofan líti út eins & sláturhús! Bjakk! Og gleymdu því að fá að sofa næstu árin, börn eru litlir djöflar sem hata svefn að öllu leyti!“

„Best finnst mér það sem ein sagði þegar hún var spurð hvort mamma hennar yrði með í fæðingunni: Nei við verðum bara tvö í fæðingunni, að eignast barn er bara okkar á milli og við ætlum að hafa þetta rómantískt. Ég á fjögur stykki og ég sé ekki rómantíkina.“

„Þetta verður ekkert mál… Éttu skít. Ég hef ekki farið ein á klósettið í 7 ár nánast!“

„Ég myndi aldrei láta barnið mitt gera bla bla bla… Já,já you’ll see.“

„Það sögðu allir að þetta yrði frábært, en í sannleika sagt mun líf þitt aðallega snúast um kúkableyjur og að fá barnið þitt til þess að ropa“

„Fólk mun keppast við að segja þér að njóta meðgöngunnar, þetta sé svo yndislegur tími. Mér fannst bara akkúrat ekkert notalegt við að vera ólétt. Þetta var meira svona eitthvað sem ég þurfti að komast í gegnum til að fá börnin mín í hendurnar. Svefnleysi, ógleði, síþreyta, grindarverkir og samdrættir við minnstu áreynslu er eitthvað allt annað en notalegt í mínum huga.“

„Mér hefði aldrei getað órað fyrir því að kúkur gæti veitt mér svona mikla gleði og hamingju! Ég myndaði kúkin í koppinum í gær svo mikil var gleðin! Kveðja mamman sem á dreng með hægðatregðu!“

„Þegar það er bara orðið eðlilegt að senda hinu foreldrinu skilaboðin „kúkaði!!“ án útskýringa“

„Ef þú elskar að sofa og vilt fá frið á klósettinu og hefur ekkert sérlega gaman af tuði, já eða bleiuskiptum þá myndi ég bara sleppa þessu.“

„Já, þú ert BARA heima, samt allt í drasli?“

„Að fara í heimsókn verður kvöð, þar sem krakkinn rústar öllu ef það er ekki sett nógu hátt upp.“

„Að eignast börn með stuttu millibili er frábært. Þá hafa þau einhvern til að leika sér við… Gerist það þá um tvítugt?“

„Já… Þetta er meira svona.. Þá hafa þau einhvern til þess að SLÁST VIÐ…“

„Áður en ég átti börn vissi ég allt og var dómhörð á uppeldisaðferðir annara. Það breyttist fljót og ég gerði mer grein fyrir að móðir mín og já báðir foreldrar, voru ekki glataðir foreldrar heldur manneskjur sem voru að gera sitt besta með þá kunnáttu og orku sem þau höfðu með 4 kolvitlausa krakka sem hlýddu litlu. Sérstaklega mömmu. En við vorum næstum englar utan heimilis. Ég kvartaði bara einu sinni af einhverri alvöru yfir mínum börnum við hana og þá elstu dóttur minni og mamma.. Hún, hún, hún HLÓ upphátt í símann!“

„Þegar vinirnir fara að draga fyrir glugga og læsa þegar maður sést labba inn götuna þeirra: Fokk kemur hún með krakkaskarann!“

“Þegar þú færð barnið í fangið þá gleymirðu öllum sársauka og labbar héðan út eins og ekkert hafi skeð… Ég labbaði eins og mörgæs fyrstu dagana því ég rifnaði svo.“

„Ég talaði mikið um að mér liði eins og ég hefði verið tekin í rassgatið af heilu fótboltaliði.“

„Þetta verður auðveldara með árunum… Uhh, nei.“

„Mömmuheilinn er rosalegur og þú ferð að velta því fyrir þér hvort þú sért með athyglisbrest eða ofvirkni á tímabilum. Í gær tók ég kúkableyju með mér alla Reykjanesbrautina því ég gleymdi að henda henni a leiðinni út úr húsi. Skyldi ekkert í því hvaða lykt þetta var.“

„Kannast einhver við „listann“ sem þið ætluðuð að gera í orlofinu? Úff, ég er að klára orlofið með mitt þriðja barn og get kannski strokað út 2 hluti af „listanum“ sem ég gerði við barn nr 1.“

„Blautþurrkur verða bestu vinkonur þínar.“

„Ég ætlaði svo að vera hin fullkomna móðir, var sko með þvílíku yfirlýsingarnar. Krakkinn atti að vera með slaufur í hárinu og í fallegum kjólum alla daga. Svo átti allt mauk að vera gufusoðið með engum auka efnum. Flestir kjólar fóru i burtu enn þá með miðunum á af því að maður tímdi ekki að eyðileggja þá með ælu og slefi. Held eg hafi einu sinni sett slaufu í hárið á krakkanum, ég greiddi nú ekki sjálfri mér fyrstu mánuðina! Já og gafst upp á gufusoðna maukinu þegar eg kveikti næstum i kofanum því ég gleymdi að ég væri að sjóða vegna brjóstaþoku. Lærðum sem betur fer fljótt að lifa og njóta i núinu bara. og já að sofa þegar hún svaf.“

„Það undirbjó mig enginn undir það að ég þurfti að byggja fyllterinn sjálf á hvað börnin leyfa sér að segja… Yngsta dóttir mín tilkynnir fólki oft mjög augljósa og/eða óviðeigandi hluti. Til dæmis eru hún að segja gömlu fólki í Bónus að þau séu jú mjög mjög gömul… En munu deyja bráðum. Svo er alltaf Batman í rassinum hennar. Hún er sem sagt í Batman nærbuxum, þurfti ég að útskýra fyrir kassastúlkunni í Bónus. Svo tilkynnti hún mjög hátt í Costco að mamma hennar væri með stór brjóst og að hún ætlaði líka að hafa stór brjóst þegar hún yrði stór.“

„Þetta verður auðveldara þegar þau verða eldri.. sagði einhver sem sennilega á ekki börn. Lítil börn = Lítil vandamál. Stór börn = Stór vandamál.“

„Ég er oft að reyna að rifja upp hvað ég gerði við tímann minn áður en ég átti börnin mín. Ég get ómögulega munað það? Var líf fyrir börn?“

„Þegar litla barnið þitt byrjar að segja mamma og það er ekki hægt að heyra neitt yndislegra en það. Svo verður barnið 4 ára og segir mamma og þú svarar já og það endurtekur sig 20 sinnum þar til þú missir það:  HVAÐ?!? ÉG ER BÚIN AÐ SEGJA JÁ 20 SINNUM!!! ….Ekki jafn frábært lengur.“

„Hápunktur vikunnar er að komast einn í Bónus. Þig hlakkar til.“

„Að taka til á meðan börnin eru heima er eins og skeina sér á meðan maður kúkar! Tilgangslaust!“

„Mér líður oft eins og sé að reyna að koma blindfullri vinkonu heim af djamminu bara þegar ég fer með 5 ára gömlu dóttir mína í búð. Já eða bara flest sem við förum.“

„Ég elska þegar eg segi ókunnugum að ég eigi 6 börn og þau svara rosalega ertu dugleg. Þá svara ég á móti: Nei, ég er bara geggjað óábyrg og helvíti vergjörn. Ég meina þetta var ekki beint draumurinn þegar eg var lítil að eiga 6 börn og hvað þá með 5 mönnum. Ætlaði sko bara að eignast eitt.“

„Ég held að lögreglan ætti að ráða mæður í samningaviðræður!!! Þær myndu rúlla þeim upp í hvert skipti.“

„Ég var að eignast barn. Ég sagði mömmu í gær að það sem ég sakna áður en ég átti barnið voru forréttindin að fara á klósettið þegar mér sýndist svo. Það eru forréttindi sem ég VISSI EKKI að væru forréttindi!!“

„Þegar ég var ólétt af barni tvö var ég staðráðin í að eignast þriðja barnið mjög fljótleg, eða innan tveggja ára… Barnið er tveggja ára í dag og ég á tíma hjá kvensa í næstu viku til að fá lykkjuna. Barn þrjú má bara bíða.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.