fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Tinna Björk tekur þátt í fegurðarsamkeppni í fyrsta skiptið: „Ég hef alltaf heyrt mjög góða hluti um þessa keppni“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Björk Stefánsdóttir ásamt fleiri keppendum úr Miss Universe Iceland mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir hönd Ljónshjarta á laugardaginn næst komandi. Þetta verður í fyrsta skiptið sem Tinna tekur þátt í fegurðarsamkeppni og hlakkar hana mikið til komandi tíma.

„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég tek þátt og ég sé alls ekki eftir því. Ég hef alltaf heyrt mjög góða hluti um þessa keppni og þetta eykur sjálfstraust, við lærum sviðsframkomu og að koma fram,“ segir Tinna í viðtali við Bleikt.

Héldu bingó til styrktar Ljónshjarta

Tinna er 24 ára gömul og kemur úr Grindavík, er hún mikil útivistarkona og dýravinur. Tinna ræddi við blaðamann um undirbúning keppninnar, lífið og tilveruna.

„Áhugamálin mín eru að ferðast um heiminn og kynnast nýrri menningu, stunda líkamsrækt og útivist í náttúruperlunni á Íslandi. Undirbúningurinn fyrir keppnina er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur. Ég byrja á ræktinni á morgnanna og fer á gönguæfingu á kvöldin. Svo getum við stelpurnar oft eitthvað saman inn á milli. Við erum búnar að vera í myndatökum og erum ný búnar að halda bingó til styrktar Ljónshjarta sem gekk ótrúlega vel.“

Keppnin leggst mjög vel í Tinnu og er hún gríðarlega spennt fyrir henni.

„Ferlið hefur eflt sjálfstraust mitt og ég hef þroskast mjög mikið við þessa keppni og er reynslunni ríkari. Manuela Ósk og Jorge Esteban eiga heiður skilið fyrir þessa flottu keppni sem er alltaf að verða stærri og stærri.“

Taka þátt saman í Reykjavíkurmaraþoninu

Á laugardaginn næstkomandi mun hópurinn taka þátt saman í Reykjavíkurmaraþoninu og tóku þær ákvörðun um að styrkja Ljónshjarta.

„Við tökum þátt saman sem hópur og erum flest allar að taka þátt í hlaupinu. Við ákváðum að styrkja Ljónshjarta sem eru samtök fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra. Þetta er virkilega flott málefni og vil ég hvetja alla til þess að styrkja það.“

Hægt er að hvetja stelpurnar áfram í Reykjavíkurmaraþoninu og styrkja í leiðinni Ljónshjarta með því að smella hér.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.