fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Gabriela Líf: „Það er allt í lagi að vera ekki fullkomlega ánægður með líkamann sinn, alltaf“

Lady.is
Föstudaginn 17. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur færslu: Gabriela Líf

Það er svo auðvelt að skrifa og tala um það að samþykkja líkamann sinn eins og hann er. Í dag er mikil umræða um „self-love” og að elska sjálfan sig nákvæmlega eins og maður er og ég fagna þeirri umræðu. Að vera ánægð með þann líkama sem við eigum og hætta að tala niður til okkar því maður lítur ekki fullkomlega út, er eitthvað sem við þurfum öll að temja okkur.
Ég er ein af þeim sem er alltaf ótrúlega fljóta að hrósa öðrum og ég reyni eins og ég get að vera ánægð með líkamann minn og suma daga elska ég hann en suma daga þá elska ég hann ekki, stundum elska ég hann jafnvel bara smá part úr deginum en ekki restina af deginum.

Ég er að sjálfsögðu ótrúlega ánægð með að umræðan sé orðin svona opin um líkamsímynd en það má samt alveg líka tala um að það er allt í lagi að vera ekki fullkomlega ánægður með líkamann sinn, alltaf.

Ég gæti eflaust talið upp ótal hluti sem ég er ekki nógu ánægð með varðandi líkamann minn en ég get líka talið upp hluti sem ég elska.
Ég held að umræðan þurfi að snúast um það að það er allt í lagi að vera ekki fullkomlega ánægður með hvernig maður lítur út alla daga alltaf EN hinsvegar þurfum við að hætta að tala niðrandi til okkar, hætta að fókusa endalaust á það sem við þolum ekki og viljum breyta.

Alveg eins og það er ekki hægt að vera fullkomlega hamingjusamur alltaf þá er ekki hægt að vera fullkomlega ánægður með líkamann sinn alltaf.
Ég held að við þurfum að æfa okkur í að tala vel til okkar, minna okkur á það sem við elskum við okkur sjálf og hjálpa hvor annari að sjá það fallega við hvor aðra.

Við megum elska líkamann okkar eins og hann er, við megum vera óánægðar með líkamann stundum, við megum jafnvel líða stundum illa yfir því að við séum ekki á þeim stað sem við viljum akkúrat núna en það sem við megum hinsvegar ekki er að rakka okkur niður og einblína bara á allt það neikvæða!

Það er allt í lagi að vera stundum óánægður með sjálfan sig, það er í lagi að leyfa sér stundum að líða illa en svo lengi sem við festumst ekki í þeim hugsunarhætti!

Við erum öll fullkomlega ófullkomin og það er allt í lagi…

Færslan er skrifuð af Gabrielu Líf og birtist upphaflega á Lady.is

Lady.is
Lady.is eru átta hressar dömur, Gabríela, Snædís, Guðrún Birna, Aníta Rún, Sunna Rós, Jórunn María, Sæunn Tamar og Rósa Soffía með mismunandi áhugamál. Skrifum um móðurhlutverkið,
lífsstíl, heimilið, uppskriftir, snyrtivörur og fleira.
Þið finnið okkur undir:
www.lady.is
www.instagram.com/lady.is_
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.