fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Sorgin sem fylgir því að hætta barneignum: „Með öllum fyrstu skiptunum sem líða eru alveg jafn mörg síðustu skipti“

Öskubuska
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorgin sem fylgir því að vera hætt barneignum. Já þið lásuð rétt. Þann 16. júní 2016 var ég tekin úr sambandi við fæðingu Huldu Maríu (þið getið lesið bloggið hér). Ég stend ennþá föst á því að þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir mig, bæði líkamlega og andlega og sé ekki eftir því einu sinni í sekúntubrot. En í dag, þegar ég sat við eldhúsborðið með Hólmgeir Loga að undirbúa hann undir grunnskóla horfði ég á koppinn sem Hulda María notar núna, því bara lítil börn nota bleyju. Og það skall á mér eins og hamar Þórs. Eftir smá stund, á ég ekki lítil börn lengur. Eftir smá stund á ég grunnskólabarn og ekkert bleyjubarn. Og ég táraðist, mér til varnar tárast ég mjög oft en þetta var öðruvísi.

Hrædd við síðustu skiptin

Það er ákveðin sorg sem fylgir því að ætla ekki að eignast fleiri börn. Sorg sem hefur undanfarið gert reglulega vart við sig og ég bæli yfirleitt niður um leið. Sorg sem kemur þegar ég hugsa til þess að ég mun aldrei aftur finna þessa ungbarnalykt af mínum eigin börnum (sem er víst til í ilmvatnsformi, sel það ekki dýrara en ég keypti það), mun aldrei horfa á Huldu Maríu vera stóru systur og mun aldrei aftur upplifa fyrstu orðin, skrefin og allt þetta krúttlega sem fylgir ungabörnum. Já vissulega koma önnur augnablik, alveg jafn spennandi og alveg jafn merkileg en það eru ekki þessi augnablik – þau koma aldrei aftur, sem er kannski ástæðan fyrir því að ég tek myndir af öllu, öllu sem þau gera. Til að eiga.

Og þó ég sjái ekki eftir því að eignast ekki fleiri börn, þá eru þetta ákveðin kaflaskil því með öllum fyrstu skiptunum sem líða – eru alveg jafn mörg síðustu skipti. Síðasta skipti sem ég skipti um bleyju á Huldu Maríu, síðasta skipi sem ég held á Hólmgeir Loga.

Ég er hrædd við síðustu skiptin, lömuð úr hræðslu réttara sagt. En ég er spennt fyrir öllum hinum fyrstu skiptunum, þegar börnin útskrifast og byrja í skóla, eignast maka, kannski börn. Öll þessi frábæru fyrstu skipti sem eru eftir. Vá hvað ég er spennt, því þó ég segi sjálf frá þá á ég alveg einstök börn og ég er svo montin að fá að upplifa þetta allt saman með þeim.

Færslan er skrifuð af Ingibjörgu Eyfjörð og birtist upphaflega á Öskubuska.is

Öskubuska
Öskubuska.is er eitt af stærri mömmu og lífsstíls bloggum landsins. Þær sem blogga hjá síðunni eru Hildur Ýr, Hildur Hlín, Ingibjörg Eyfjörð, Stefanía Björg, Elísabet Kristín, Selma Sverris og Amanda Cortes. Við erum jafn mismunandi og við erum margar og leggjum mikinn metnað í það að vera með sem fjölbreyttast og oft á tíðum persónulegt efni á síðunni. Þið getið fylgst með okkur á instagram og snapchat undir oskubuska.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.