fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Einstæður faðir opnar sig eftir að konan yfirgaf hann – „Mörg kvöld hélt ég grátandi á dóttur minni meðan hún svaf“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dagarnir hafa verið erfiðir og stundum hef ég ekki verið viss hvort ég gæti þraukað lengur. Mörg kvöld hélt ég grátandi á dóttur minni meðan hún svaf því ég var ekki viss um að ég yrði nógu góður pabbi.“

Þetta eru orð Richard Johnson. Hann er 21 árs gamall einstæður faðir og opnaði sig um foreldrahlutverkið árið 2015 í einlægum pistli. Barnsmóðir hans lét sig hverfa þegar dóttir þeirra var aðeins mánaðargömul. Margt hefur gerst í lífi Richard Johnson síðan þá en rifjum upp söguna sem vakti gríðarlega athygli.

„Við vitum ekki af hverju hún fór. En okkur grunar að fæðingaþunglyndi hafi átt þátt í því,“ skrifar Richard og útskýrir að hann hafi verið óttasleginn eftir að hún yfirgaf þau.

„Í minni fjölskyldu eru allir annað hvort skildir eða einstæðir foreldrar. Pabbi minn var ekki í myndinni og ég vildi aldrei að börnin mín upplifðu það sama og ég.“

Þegar hann og barnsmóðirin ákváðu að eignast barn var hann staðráðinn í að barnið myndi ekki búa við sömu aðstæður og hann.

„Því meira sem ég hugsaði um þetta fylltist ég örvæntingu. Ég vissi ekki hvernig það var að vera pabbi fyrir utan það sem ég hafði séð í sjónvarpinu.“

Nú átti Richard ekki aðeins erfitt með að finna sig í hlutverki föður, heldur var hann einstæður faðir. Richard leitaði ráða á veraldarvefnum og segir hann bloggsíðuna Life of Dad hafa hjálpaði honum ómetanlega mikið.

„Ég átti allar bækur um foreldrahlutverkið sem ég gat fundið og eyddi yfir 1000 klukkustundum í að horfa á YouTube myndbönd um allt frá því að flétta hár til algengra vandamála sem foreldrar reka sig á,“ skrifar hann í bréfi til Life of Dad.

„Síðan fór ég að fylgjast með síðunni ykkar og sá að þar voru aðrir feður sem voru í svipuðum vanda og ég. Þessi síða hjálpaði mér í gegnum þetta allt og varð til þess að sjálfstraust mitt jókst.“

Ótal reynslusögur, skemmtilegar myndir og ýmis fróðleikur veitti Richard þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Þessu þakklæti vildi hann koma til skila í bréfi sínu.

„Við feðginin höfum komist langt á skömmum tíma og stór hluti af því er þessari síðu og fólkinu þar að þakka. Fyrir hönd okkar beggja vil ég þakka ykkur fyrir.“

Richard segir að þegar upp er staðið hafi dóttir hans sýnt honum alla þá styrkleika sem hann vissi ekki að hann byggi yfir.

„Ef þér líður einhvern tímann eins og byrðin sé of þung eða þú ekki nógu sterkur. Líttu þá í augun á þessu ótrúlega barni þínu og segðu því að þú elskir það. Þú trúir því ekki hversu miklum styrkleika þú býrð yfir fyrr en einhver annar þarf á honum að halda og sýnir þér ást og umhyggju fyrir vikið.“

Síðan þá hefur eitt og annað gengið á í lífi Richard Johnson. Hann hefur haldið úti Facebook-síðu þar sem hann hefur greint frá sorgum og sigrum. Þar kemur fram að dóttir hans Persephone fæddist með hjartagalla og var Johnson og Persephone fastagestir á spítölum fyrstu tvö ár ævi hennar. Þá kynntist Johnson konu að nafni Jennifer sem gekk dóttur hans í móðurstað. Um það atvik segir Johnson.

„Þessi fallega kona er unnusta mín og móðir dóttur minnar. Við höfum ekki sett neitt hér á Facebook-síðuna í langan tíma en Jennifer hefur staðið sig frábærlega í móðurhlutverkinu og reynst dóttur minni vel. Við hittumst í verslunarmiðstöð þar sem ég bað hana að aðstoða mig við að velja föt á dóttur mína. […] Við spjölluðum í marga mánuði áður en hún hitti Persephone. Eftir að þær hittumst var dóttir mín ákveðin í að Jennifer ætti að vera mamma sín.“

Johnson greindi svo nýverið frá því að hann ætlaði að taka sér hlé frá Facebook og myndi ekki birta fleiri frásagnir af fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“