fbpx
Bleikt

Rebekka Rut 14 ára hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í minningu Kristínar frænku sinnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 08:30

Grindvíkingurinn Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 14 ára ætlar að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn næstkomandi til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Ömmusystir Rebekku, Kristín Guðmundsdóttir lést 2. ágúst síðastliðinn eftir áralanga baráttu við krabbamein. Kristín greindist fyrst með krabbamein fyrir 23 árum og stóð í baráttu við krabbameinið með hléum í öll þessi ár. Kristín barðist hetjulega og með jákvæðnina  að vopni í veikindunum og hafði það mikil áhrif á samfélagið í Grindavík. Hún stofnaði félagið Birtuna ásamt Sveini Árnassyni sem er stuðningsfélag krabbameinssjúkra í Grindavík. Kristín lætur eftir sig 2 syni, tengdadóttur og 2 barnabörn.

Tvíburarnir Rebekka Rut og Viktor Örn Hjálmarsbörn ásamt Kristínu, myndin er tekin í fermingu systkinanna í apríl síðastliðnum.

Kristín var Rebekku Rut og fjölskyldu hennar mjög kær og var Rebekku Rut og systkinum hennar eins og þeirra þriðja amma. Vildi Rebekka Rut því styrkja Krabbameinsfélagið í minningu frænku sinnar.

Kristín verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 16. ágúst næstkomandi og hefur verið stofnaður reikningur til stuðnings sonum hennar.

Hægt er að styrkja Rebekku Rut og Krabbameinsfélagið í maraþoninu hér.

Við hvetjum þá sem stutt geta syni Kristínar að gera það.
Söfnunarreikningur er: 0143-05-10051, kt. 260291-2119.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir