fbpx
Bleikt

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 16:00

Björgvin Þór Rúnarsson er stoltur Eyjamaður og lék með ÍBV í handknattleik áður en hann hélt upp á land til að nema bakaraiðn hér á árum áður, en þar lék hann með Víkingi og fleiri liðum á sínum langa ferli. Björgvin lék með öllum landsliðum Íslands í handbolta og þjálfaði einnig í Noregi um tíma þar sem hann náði frábærum árangri sem slíkur, einnig hefur hann starfað sem aðstoðaþjálfari hjá KR og síðan Gróttu í úrvalsdeild karla. Björgvin nemur nú löggildingu fasteignasala og útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Domusnova fasteignasölu í tæp fimm ár. Eitt af hans stóru áhugamálum er viðburðahald tengt tónleikum og því um líku en hann hefur komið nálægt því síðastliðin 20 ár, þar á  meðal Harlem Globetrotters/TOTO og svo Foreigner í vor svo eitthvað sé nefnt, en hann undirbýr nú tvo stórviðburði 2019 sem verða tilkynntir fljótlega. Björgvin er mikill fjölskyldumaður og líður best í faðmi fjölskyldunnar. Hann sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé ljóshærður.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Kurteisi og næringarfræði.

Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
B&L bíl.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Vinur vina sinna.

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
63 stykki á Austurvelli.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Afrika með TOTO.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Síðasta fíflið er ekki fætt.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Nýtt líf.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Handball Special Adidas-skór.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Einsa kalda vini mínum (Einar Björn Árnason kokkur).

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Helst ekki.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Nei, en konan mín gerir það.

Björgvin Þór ásamt syni sínum.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
Þetta reddast.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Tuð.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Rammstein í Kórnum.

Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér?
Keyrt of hratt.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Tomma og Jenna.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Nei, ég myndi rétta honum handklæði og gefa honum hárblásarann minn (þarf hann ekki lengur).

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að vera til staðar fyrir fjölskyldu sína, sama á hverju gengur.

Hvað er framundan um helgina?
Bara afslöppun og að rífa æfingar aftur í gang.

 

 

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Maria býr í Kaupmannahöfn og á von á þríburum á morgun – Ótrúlegar myndir af bumbunni

Maria býr í Kaupmannahöfn og á von á þríburum á morgun – Ótrúlegar myndir af bumbunni
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Risastórar yfirhafnir aðal tískutrendið í haust

Risastórar yfirhafnir aðal tískutrendið í haust
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skrifstofa Alþingi fylgist með hjúskaparstöðu Áslaugar Örnu

Skrifstofa Alþingi fylgist með hjúskaparstöðu Áslaugar Örnu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsætur með fötlun gengu tískupallana á New York Fashion Week – Tískuiðnaðurinn loksins að breikka sjóndeildarhringinn

Fyrirsætur með fötlun gengu tískupallana á New York Fashion Week – Tískuiðnaðurinn loksins að breikka sjóndeildarhringinn