fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Saga Dröfn: „Þú hvíslar í eyrað á mér að ég sé ekki nógu góð, að það muni aldrei neinn elska mig“

Mæður.com
Laugardaginn 11. ágúst 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mínum verstu dögum ert þú þarna. Þú nennir ekki að labba þannig þú hangir aftan á bakinu á mér, mér finnst þungt að hafa þig þarna, stundum á ég erfitt með að standa upp úr rúminu. Hvert skref sem ég tek er erfiðara af því ég þarf að bera þig líka. Hjartað mitt slær fastar og hægar, mér líður eins og það sé að brotna smátt og smátt, er það hægt?

Þú hvíslar í eyrað á mér að ég sé ekki nógu góð, að það muni aldrei neinn elska mig fyrir mig sjálfa. Settu upp grímu segirðu, það nennir enginn að hlusta á vælið í þér. Því það er það eina sem þetta er. Einhver væll.

Það veit enginn af þér nema ég, enda get ég ekki sagt fólki frá þér.

,,Þetta er bara tímabil”

,,Hristu þetta af þér”

,,Rífðu þig bara upp úr þessu”

Þú ert alltaf þarna, pikkandi og potandi í mig. Þú dregur mig niður, mig langar bara liggja núna og ekki hugsa út í neitt.

Þunglyndi og kvíði vinna vel saman

Á kvöldin tekurðu þér smá pásu og ferð af bakinu á mér. En þá stekkur vinkona þín strax á, hún er svolítið öðruvísi.

Hjartað mitt slær hraðar og fastar, er ég að fá hjartaáfall? Þetta getur ekki verið eðlilegt. Ég byrja svitna og mér finnst eins og hálsinn sé að lokast, ætli þetta sé bráðaofnæmi? Borðaði ég eitthvað sem ég mátti ekki?

Hún spyr mig af hverju ég sé ekki búin að klára allt sem ég átti að gera í dag. Hún minnir mig líka á það þegar ég mismælti mig, hún segir mér að það muni pottþétt allir eftir því og séu hlæjandi að mér.

Nei ekki fara sofa segir hún, það er svo miklu meira sem ég þarf að minna þig á, svo mikið meira sem við þurfum að ofhugsa.

Þið eruð rosalega ólíkar en vinnið vel saman. Til dæmis þegar ég gerði ekki heimavinnuna í stærðfræði í 8.bekk. Þú sagðir að ég væri heimsk, vinkona þín sagði mér svo að ég þyrfti að klára þetta annars myndi ég líta út eins og fífl fyrir framan bekkinn á morgun. En þú varst svo fljót að minna mig á að ég myndi hvort er aldrei ná þessu. Svona gekk þetta allt kvöldið þar til ég sofnaði.

Er ég ein?

Ég leitaði mér aðstoðar. Taktu þessi lyf. Virka þau ekki, prufaðu þá þessi. Ekkert en? Prufum að hækka skammtinn. Viltu tala um vandamálið? Því miður tíminn er búinn.

Ég veit það er mörgum sem líður svona, en af hverju finnst mér eins og ég sé ein ? Af hverju held ég að enginn myndi skilja?

Þegar ég er með ykkur virðast dagarnir aldrei ætla taka enda, vonleysið og spurningarnar. Af hverju ég?

Dagarnir með ykkur eru færri en þeir voru í byrjun og ég veit að einn daginn mun ég aldrei hitta ykkur aftur. Þið kannski reynið að koma í heimsókn en ég mun ekki svara.

Ég veit þetta af því ég er sterkari en þið.

Færslan er skrifuð af Sögu Dröfn og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.